Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 63

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 63
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 63 Meðfylgjandi grein Péturs Péturssonar birtist í Morgunblaðinu á síðasta hausti og var tilefnið að blað- ið hafði þá nýlega birt fregn um að fulltrúar íslenskra sjómannasamtaka hefðu setið ráðstefnu fiski- mannadeildar Alþjóðaflutningaverkamannasambandsins (ITF) í London. Þótti Pétri á skorta að ekki komfram ífregninni að á bak við það er sjómannasamtökin hér á landi gengu í sambandið liggur merk og forvitnileg saga. Síðan þessir atburðir gerðust eru nú liðin 75 ár, og var það ekki síst ástæða þess að við fengum leyfi til að birta greinina og minna á ITF. Sjómannasamtökin hafa œtíð átt prýðisgott samstaif við þetta volduga samband og notið góðs af aðild sinni. Má geta um að velferðarsjóður þess var meðal þeirra sem best studdu byggingu nýju sundlaugarinnar og heilsuræktarmiðstöðvarinnar við Hrafnistu í Reykjavík. En inngangan 1923 kostaði mikil átök og það svo að málið kom til umrœðu í neðri deild breska þingsins. Gömul kjaradeila í nýju ljósi Frásögn eftir Pétur Pétursson Vilhelm Kristinsson vatnsmaður, Þorgeir Eyjólfsson vatnsmaður og greinarhöf- undur, Pétur Pétursson þulur. Fyrir 75 árum leituðu reykvískir sjómenn eftir inngöngu í Alþjóða- flutningaverkamannasambandið (ITF) og jafnframt eftir stuðningi þess, en um þær mundir stóðu yfir hörð verkfallsátök í Reykjavík. Sendimanni sjómanna var bönnuð landganga í Bretlandi og hér segir Pétur Pétursson frá deilunni og hrakningum sendimannsins. „Þátttaka íslenskra sjómanna í starfi ITF leiðir hugann að sendiför fulltrúa Sjómannafélags Reykjavíkur til stöðva þessara alþjóðasamtaka í Bretlandi í septembermánuði 1923. Sjómannafélagið átti í harðvítugri deilu við útgerðarmenn, sem kröfðust kauplækkunar háseta. Tveir togarar lágu við Kolagarðsbryggju og biðu eftir vatnstöku. Áttu þeir síðan að halda til veiða, en sækja „verkfalls- brjóta“, sem svo voru nefndir, austur á Hellissand. Sjómönnum tókst með vasklegri framgöngu að hindra áform útgerðarmanna, er nutu stuðnings lög- reglu og hjálparmanna, er nefndir voru „hvítliðar“. Meðal þeirra sem hvað vaskast börðust af hálfu sjó- nianna voru Jón Bjarnason, faðir dr. Bjarna yfirlæknis á Landakotsspítala, Jóhann Jónsson, síðar vélstjóri, tengdafaðir Ómars Ragnarssonar, Högni Högnason vitavörður, Björn Blöndal Jónsson löggæslumaður, bróðir Guðmundar Kambans rithöf- undar og Gísla vélstjóra Jónssonar, Jafet Ottósson, sonur fyrsta forseta Alþýðusambandsins, Markús bryti á Svartagili, Jóhann Kúld rithöfundur o. fl. Sá sem vann þó sjálft helsta af- reksverkið í þágu háseta var Hjörtur Þorkelsson, síðar netagerðarmeistari, búsettur síðar á Akranesi og síðar í Keflavík. Honum tókst að skera á slöngu þá er lá frá vatnsbátnum í togarann, sern halda átti til veiða mannaður verkfallsbrjótum. Þessar tiltektir Hjartar þóttu skipta sköpum í deilunni. Hjörtur leigði herbergi á Laufásvegi hjá Vilhjálmi föður Ingv- ars útgerðarmanns og afa Jóns for- stjóra. Svo sem fyrr segir var ákveðið af háll'u sjómanna að leita liðsinnis al- þjóðasamtaka og tryggja með þeim hætti að að komið yrði í veg fyrir löndun í breskum höfnum ef skip mönnuð verkfallsbrjótum leituðu af- greiðslu. Sjómönnum kom saman um að Jón Bach, einn úr stjórn félagsins, væri kjörinn til ferðarinnar. Hann var kunnugur í Bretlandi. Hafði stundað sjómennsku og tekið virkan þátt í verkalýðsbaráttu, m.a. í hásetaverk- fallinu 1916. Naut hann óskoraðs trausts til sendifararinnar. Þó heyrðust
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.