Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 67
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
67
í brælu austan við Vestmannaeyjar.
voru fremri enskum sjómönnum í að
kveða og syngja vinnusöngva.
Vinnusöngvar (shanties)
Söngvar þessir eru á ensku nefndir
„shanties“, í eintölu „shanty“, og er
orðið komið af franska orðinu „chant-
er“ sem þýðir að syngja. Þeir voru
notaðir til að létta mönnum störfin.
Einn var forsöngvari og í viðlaginu
tóku allir undir og voru samtaka, þeg-
ar þörf var á góðu, sameiginlegu
átaki. Sveinbjörn Egilsson lýsir því
skemmtilega þegar hann ætlaði að
kenna landanum að syngja upp seglin
á kútter frá Hafnarfirði fyrir um hund-
rað árum síðan.
Vinnusöngvarnir voru fyrst og
fremst tengdir vinnunni og þótti alls
ekki við hæfi að syngja þá, þegar ver-
ið var við land eða á siglingavöktum
við stýrið. Söngvarnir voru til að létta
mönnum erfiði. Til voru sérstakir
söngvar þegar segl voru undin upp
(halyard-shanties), dælt upp úr
kjalsoginu með skipsdælunni (pump-
ing-shanties), eða akkerinu létt með
því að ganga í kringum gangspilið
(kapstan), sem er spil með lóðréttan
öxul og ás (kopp), sem hægt er að slá
á kaðli. Þannig spil voru þekkt í ver-
stöðvum hér á landi fram á síðustu ár.
Þegar létt var akkeri var allsverum
bjálkum stungið í spilið, sem síðan
var snúið með því að skipshöfnin
gekk í kringum spilið.
Margir kannast við sjómannasöng-
Skipstjórinn á spítalaskipinu „ Frans frá Assisí“, í kalsaveðri á Islandsmiðum.