Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 68
68
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
að drunken sailor. Early in the morn-
ing?“ Þessi söngur var með 16 for-
söngslögum. Takturinn var sleginn
með fótaskemli og þegar segl voru
undin upp eða rám var ekið til á stóru
seglskipunum var söngurinn vinsæll
(halyard-shanty), einkum þar sem
voru fjölmennar skipshafnir. Jónas
Árnason hefur ort marga ágæta vinnu-
söngava, t.d. „Hífum-í, bræður!" í
söngleiknum „Þið munið hann Jör-
und,“, „Hífopp! æpti karlinn“, og
„Halí-a-hó“ („Haul Away Joe“), sem
er „haul-shanty“, og fleiri góða
söngva. Elstu vinnusöngvamir eru frá
16. öld. Mikil gróska í siglingum
kaupskipa á 19. öld, gullæðið í Kali-
forníu 1849 og verslun með te, krydd
og hveiti frá Austurlöndum og Ástral-
íu, hleypti nýju lífi í siglingar og
margir vinsælustu vinnusöngvarnir
eru frá 19. öld. Verslun og flutningur
með þræla frá Afríku til Suðurríkja
Bandaríkjanna hafði einnig áhrif, en
þekkt er sönggleði þessa fólks ásamt
ágætri hljómlistargáfu, sem það flutti
með sér frá Afríku til Bandaríkjanna.
Á síðari árum hefur verið lögð aukin
rækt við þessa gömlu söngva, þeir
rifjaðir upp og safnað saman. Víða í
Vestur-Evrópu, Frakklandi, Bretlandi
og Hollandi hafa verið haldnar sér-
stakar hátíðir með sjómannasöngvum,
t.d. í Brest, Bristol og Amsterdam.
Lestarstrákar frá Pompól
Sjómannadagsráð Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar ætlar nú í samvinnu við
félag Frakklandsvina í Reykjavík,
l'Alliance Fran^aise, að kynna þessa
sjómannasöngva með fjórum söngv-
urum frá borginni Pomól á Bretaníu-
skaga, þaðan sem komu svo margar
skútur á Islandsmið forðum daga.
Söngvararnir kalla sig „LES
SOUILLÉS DE FOND DE CALE“.
Okkur hefur þótt réttast að kalla þá
„LESTARSTRÁKANA“. Þeir heita
Claude Alessandrini, Jean Claude
Morvan, Philippe Noirel og Gilles
Pagny og hafa komið fram á mörgum
sjómannahátíðum í Frakklandi og
Vestur-Evrópu — t.d. í Pompól, Le
Havre, Amsterdam, Brest, Bristol,
Den Helder (Festival of the Sea 24.-
27. maí 1996), og 15.-17. ágúst í
fyrrasumar (1997) skemmtu þeir a
Komið að kveðjustund á bryggju í Dunkerque. Teikning frá árinu 1900.
Spítalaskipið „Sánkti Páll“ á leið út Dýrafjörð. Skipið strandaði á Meðallands-
fjöru 1899 og bar þar beinin.
inn „Early in the Morning. “ Þetta er
vinnusöngur eða shanty með viðlag-
inu „Hooray and up she rises,“ sem
sunginn er tvisvar af öllum nema for-
söngvaranum. 1 þriðja skiptið er sung-
ið „ Hooray and up she rises. Early in
the Morning. “ Þá tekur forsöngvari
við og syngur tvisvar: „ What shall we
do with a drunken sailor? “ og í
þriðja skiptið: „ What shall we do with