Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 72

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 72
72 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Sérstakir söngvar (shanties) tengdust hinum ýmsu störfum um borð í seglskip- um fyrri tíðar. A efri myndinni kyrja menn „vindu-söng“ (capstan-shanty) við gangspilið, en á þeirri neðri „dœlu-söng“ (pumping-slianty) við lensidœluna. Fjórmenningarnir sem eru að heisa seglið eru vœntanlega með „hífopp-söng “ (halyard-shanty) á vörum. mennirnir plögg sín í fjallalækjum og birgðu skipin upp af fersku vatni. Strönd og slys í mörgum áhlaupsveðrum beið flotinn oft skelfileg afhroð, t.d. fórust 7 skonnortur frá Dunkerque í aftaka- veðri 28. apríl 1888 og með þeim 165 menn. Það árið voru 1580 sjómenn á skipum frá Dunkerque og 166 frá Gravelines á íslandsmiðum. Aflinn var oftast ágætur. í Þjóðviljanum unga, hinn 14. nóvember 1895 segir: „Arið 1894 stunduðu 78 skip frá Dunkerque fiskveiðar hér við land og varð afli Frakka alls 29.953 tunnur af söltuðum þorski, en auk þess öfluðu skipin og nokkuð af heilagfiski, kola o.j 1. A skipunum voru alls um 1400 manns. “ Mikið mannskaðaveður varð þann 6. mars árið 1873. Þá skall skyndilega á sunnan stormur með stórsjó sem stóð beint á landið. Frönsku skúturnar voru svo tugum skipti að veiðum úti af suðausturlandi og sumar mjög grunnt. í þessu veðri hrakti 14 fransk- ar skútur á land og með þeim fórust 79 manns, en bændur á Horni, Hvals- nesi og fleiri bæjum austur þar björg- uðu 30 manns. Vorið 1901 5./6. apríl, fórust og hurfu sporlaust 5 skip í Eyrarbakkabugt. Þetta var í norðaust- an veðri sem stóð af landi. Með þeim fórust 111 menn, þar af 74 frá Pompól. Álitið var að einhver skip- anna hefðu farist við árekstur og var slíkt ekki óþekkt. Talið er að einn stærsti íslenski kútterinn, Valtýr-RE 98, hafi farist í árekstri við færeysku skútuna Kristine, en bæði skipin hurfu sporlaust með allri áhöfn á Sel- vogsbanka í lok febrúarmánaðar 1920. Síðasta franska fiskiskútan strandaði við Island á Slýjafjöru í Meðallandi hinn 11. mars 1935. Það var þrímastraða skútan Lieutenant Boyau frá Gravelines. Á skipinu var 29 manna áhöfn og björguðust 24 við illan leik en 5 fórust. Strand þetta var nefnt Rauðvínsstrandið og hefur Sig- urjón Einarsson ritað sérstaklega vandaða og greinargóða frásögn af þessu strandi í 5. árgang af Dynskóg- um, riti Vestur-Skaftfellinga. Grafreitir og minnisvarðar Grafreitir franskra sjómanna eru hér víða um landið og hefur þeim sér- staklega í seinni tíð verið haldið vel við og eru í góðri hirðu. Hér má nefna minnisvarða í kirkjugarðinum á Fá- skrúðsfirði, þar sem hvíla 49 franskir sjómenn. Þar stendur þetta vers, bæði á frönsku og íslensku: „Þau héldu beint á hafsins svið eitt hundrað skip er vorið leið, svo óralangt á Islands mið hvar ólgusjór og vindur beið. “ í Stafafellskirkjugarði í Hornafirði er grafreitur, einnig í Haukadal j Dýrafirði og á Borgarfirði eystra. 1 gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík er veglegur minnisvarði um franska sjómenn. Franski sendi- herrann á Islandi, hr. Robert Cantoni og kona hans, hafa sýnt minningu franskra sjómanna sérstaka ræktar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.