Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 77
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
77
Síðan fór fram kappróður á
Reykjavíkurhöfn. Keppt var í karla-
og kvennasveitum. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar ásamt björgunarsveitum
SVFÍ sýnu ýmis atriði varðandi björg-
un og björgunarbúnað.
Á hafnarsvæðinu voru til sölu Sjó-
mannadagsblaðið og merki Sjó-
mannadagsins, sem og á Hrafnistu-
heimilunum.
Á Hrafnistuheimilunum í Reykja-
vík og Hafnarfirði var kaffisala og
sala á handavinnu heimilisfólks og
var aðsókn mjög góð að báðum heim-
ilunum.
Á laugardagskvöldinu 31. maí var
Sjómannadagshóf á Hótel Islandi og
voru gestir á milli sex og sjö hundruð
og tókst sú skemmtun vel í alla staði.
Sjómannadagurinn þakkar skipu-
lagsnefnd, ritnefnd Sjómannadags-
blaðsins og öllum þeim sem unnu að
undirbúningi og framkvæmd dagsins
með mikilli prýði fyrir vel unnin
störf.
Garðar Þorsteinsson,
framkvœmdastjóri
Sjómannadagsins.
Styttan „Horft til hafs“, höfundur
Ingi Þ. Gíslason. Á hana er letrað:
„Sjómannadagurinn í Reykjavík og
Hafnarfirði reisti þennan minnis-
varða hér á hinum fornu fjörusteinum
Reykjavíkurhafhar, í tilefni af 80 ára
afmceli Reykjavíkurhafnar og 60. Sjó-
mannadeginum árið 1987. I virðingu
og þökk við íslenska sjómannastétt. “
(Ljósm.: Sjómdbl. Björn Pálsson).
Forseti Islands og frú á tali við formann Sjónxannadagsráðs eftir miixningar-
guðsþjónustuna í Dómkirkjunni. (Ljósm.: Sjónxdbl. Björn Pálsson).
Ingibjörg Sólrúxx Gísladóttir borgarstjóri, Gylfi Þ. Gíslasonfv. menntamálaráð-
herra, Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannadagsráðs og Hannes Þ.
Hafstein, fv. forstjóri SVFÍ við aflxjúpun styttumxar „Horft til Ixafs. “ (Ljósnx.:
Sjómdbl. Björxx Pálsson).
Hluti xxxaxxxxfjöldans sem fylgdist xxxeð hátíðarhölduixum. (Ljósm.: Sjónxdbl.
Björn Pálsson).