Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 79
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
79
og stóðu þeir sig mjög vel, náðu öðru
sæti. Virðist þátttaka sjómanna í
íþróttum dagsins vera að aukast og
setur það mikinn svip á hátíðarhöldin.
Úrslitin í fótboltanum urðu þessi:
1. Haraldur Kristjánsson 7 stig.
2. Lómur 6 stig
3. Rán 5 stig
4. Venus 2 stig
5. Ymir 1 stig
Kl. 08.00 á sunnudagsmorgun voru
fánar dregnir að húni og kl. 10.00 lék
Lúðrasveit Hafnarfjarðar við Hrafn-
istu. Kl. 10.45 var lagður blómsveig-
ur við ntinnisvarða um horfna sjó-
menn við Víðstaðakirkju og gerði það
Ingigerður Benediktsdóttir. Séra Sig-
urður Guðmundsson flutti bæn.
Sjómannamessa var í Hafnarfjarð-
arkirkju og messaði séra Þórhallur
Heimisson. Ritningargreinar las
Bergþór Ingibergsson. Hópur barna
aðstoðaði við messuna og séra Þór-
hildur Ólafs. Gömlum úthafsrápara,
sem þekkir betur ýmsar aðrar stofnan-
ir en kirkjur og bænahús, þótti mess-
an sérstæð og eftirminnileg.
Kl. 13.00 var skemmtisigling fyrir
börn út á fjörðinn og sá Björgunar-
sveit Fiskakletts um skipulagningu og
öryggisgæslu.
Kl. 14.00 var hátíðardagskráin sett
við Tónlistarskólann af formanni
dagsins, Karel Karelssyni. Ávörp
fluttu: Fulltrúi Slysavarnardeildarinn-
ar Hraunprýði, Kristín Gunnbjörns-
Götustrákar róðrarsveit: Axel Jónsson, Trausti Hansson, Björn Jóhannsson,
Stefán Jökull Jakobsson, Jón E. Guðlaugsson, Albert Jakobsson, Jón Valgeir
Williams.
Stúlkurnar í róðrarsveit frá Sjávarfiski. Því miður barst enginn nafnalisti frá
þeim.
Lið Ýmis, róðrarsveit: Stefán Bryde, Oddur Andrésson, Þröstur Andrésson, Jón Rögnvaldsson, Einar Hansson, Sveinn
A-lbertsson, Asmundur Jónsson.