Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 80
80
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Börn aðstoða við Sjómannaguðsþjónustu. Séra Þórhildur Ólafs er þeim til
halds og trausts.
Grillaðar pylsur og kók, sem frystitogaramenn veittu á meðan fótboltakeppnin
fór fram.
Haftindur í barnasiglingu
dóttir. Fulltrúi útvegsmanna: Helgi
Einarsson skipstjóri. Fulltrúi sjó-
manna: Arthur Bogason formaður Fé-
lags smábátaeigenda.
Helgi Einarsson heiðraði aldraða
sjómenn að þessu sinni. Heiðraðir
voru: Garðar Ólafsson, Arni Bjarna-
son, Zóphónías Asgeirsson og Guð-
jón Kristjánsson. Kristinn Ó. Karls-
son netagerðarmeistari var sérstak-
lega heiðraður með heiðurskrossi
dagsins. Hann hefur verið nátengdur
Sjómannadeginum í fjörutíu og fjögur
ár og ætíð startað kappróðrarbátun-
um. Manna lengst hefur hann því
starfað að framgangi Sjómannadags-
ins og verið sjómönnum innan handar
með störfum sínum. Um langl skeið
rak hann netagerðarverkstæði hér í bæ
og eru þeir ótaldir sjómennirnir sem
lærðu að fara með netanál hjá honum
og taka í sína fyrstu kríu. Sumir
gengu alla brautina og urðu sveinar í
faginu.
Sófus Bertelsson Butti ljóð og Bæj-
arstjórinn í Latabæ skemmli börnum.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék milli at-
riða á pallinum. Kynnir var Gestur
Sigurðsson.
Þyrla Gæslunnar kom og sýndi
björgun úr sjó með aðstoð félaga úr
Björgunarsveitinni Fiskakletti. Björn
Thoroddsen kom og sýndi listflug, en
það vekur ætíð mikla athygli.
Úrslit í kappróðrinum urðu þessi:
1. Götustrákar 1.32.53
2. Ýmir 1.35.63
3. Hringur 1.36.11
4. Venus 1.37.10
5. Trefjar 1.47.34
Kvennasveit:
1. Sjávarfiskur 1.41.31
Skipverjar á Ými unnu bikar þann
sem skipshafnir keppa um og skip-
verjar á Hring hafa unnið undanfarin
ár. Götustrákar unnu Landsveitabikar-
inn og Eyjapeyjabikarinn, sem veittur
er fyrir besta tímann í kappróðrinum.
Sjómannadagshófið hófst með
borðhaldi á Hótel Sögu kl. 20.00. Örn
Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Sigrún
Eva, Egill Ólafsson og Tamlasveitin
skemmtu fram eftir nóttu við mikinn
fögnuð. Veislustjóri var Jón Kr.
Gunnarsson.