Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 81
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
81
Afreksmerki veitt vegna björgunar
Forseti íslands heiðrar tvœr áhafnir þyrlunnar TF-LÍF. Frá vinstri: Forseti íslands, Kristín Gísladóttir (fyrir hönd Elí-
asar Arnar Kristjánssonar), Oskar Skúlason, Ágúst Eyjólfsson, Auðunn F. Kristinsson, Benóný Ásgrímsson, Friðrik Sig-
urbergsson, Hermann Sigurðsson, Hilmar Þórarinsson, Hjálmar Jónsson, Jakob Olafsson, Oskar Einarsson og Páll
Halldórsson.
Þann 1. maí á fyrra ári afhenti for-
seti íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, tveimur áhöfnum á þyrlu
Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, afreks-
merki hins íslenska lýðveldis við há-
tíðlega athöfn á Bessastöðum. Afreks-
merkin voru veitt vegna björgunar
samtals 36 skipverja á þremur skip-
um, Víkartindi, Dísarfelli og Þorsteini
GK, dagana 5., 9., og 10. mars 1997.
Áhafnir þyrlunnar skipuðu eftir-
taldir tíu menn: Benóný Ásgrímsson
flugstjóri, Páll Halldórsson flugstjóri,
Hermann Sigurðsson flugmaður, Jak-
ob Ólafsson flugmaður, Auðunn F.
Kristinsson stýrimaður og sigmaður,
Hjálmar Jónsson stýrimaður og sig-
maður, Hilmar Æ. Þórarinsson llug-
virki og spilmaður, Ágúst Eyjólfsson
flugvirki og spilmaður, Friðrik Sigur-
bergsson læknir og Óskar Einarsson
læknir.
Forseti íslands heiðraði einnig
minningu Elíasar Arnar Kristjánsson-
ar bátsmanns á varðskipinu Ægi, en
hann lét lífið við tilraunir til að bjarga
skipinu Víkartindi og áhöfn þess þann
5. mars 1997. Veitti forseti íslands
Elíasi Erni „post mortem" afreks-
merki hins íslenska lýðveldis úr silfri.
Var merkið afhent eftirlifandi konu
hans og börnum til varðveislu.
Eigum rafgeyma í allar stærðir
bifreiða og vinnuvéla.
Athugum hleðslu og ástand rafgeymis
ykkur að kostnaðarlausu.
Heimsendingaþjónusta í Hafnarfirði og Garðabæ.
RAFGEYMASALAM
Dalshrauni 1 • Sími 565 4060