Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 88
88
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
MINNING
Pétur Sigurðsson
Fæddur 10. júní 1911 — Dáinn 8. febrúar 1998
Landhelgisgæsla íslands var
stofnuð upp úr árinu 1920, en frá ár-
inu 1930 til ársins 1952 höfðu
Skipaútgerð rfkisins og Landhelgis-
gæsla íslands sameiginlega stjórn er
varðaði daglegan rekstur varðskip-
anna, en yfirstjórn var frá upphafi
og er enn í dag í höndum dóms-
málaráðherra. Árið 1952 var Land-
helgisgæslunni fenginn sérstakur
stjórnandi og hún stjórnunarlega að-
skilin frá Skipaútgerð ríkisins. Pétur
Sigurðsson, sjóliðsforingi frá
Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, var
ráðinn forstjóri Landhelgisgæslunn-
ar. Starfsmenn Gæslunnar tóku hon-
um fagnandi og almenningur sá að
hér var stigið mikið gæfuspor.
Pétur Sigurðsson hafði staðgóða
þekkingu á þessum málum og þar
að auki góða menntun, sem hæfði
þessu hlutverki. Hann hafði sinnt
störfum bæði í danska sjóhernum
og íslensku Landhelgisgæslunni.
Pétur hafði auk þess, sem að framan
getur, starfað við sjómælingar, sem
var og er veigamikill þáttur í störf-
um Landhelgisgæslunnar.
Hér var mikið verk að vinna og
nýjar leiðir að fara. í frumskógi rík-
isfjármála og ríkisafskipta var og er
villugjarnt. Pétur skildi hlutverk sitt
rétt frá byrjun og var tilbúinn að
axla þá ábyrgð sem starfinu fylgdi.
Öll mál voru brotin til mergjar en
ekki ýtt til hliðar og öðrum ætluð.
Framsýni og fyrirhyggja einkenndu
öll hans stjórntök enda árangurinn
eftir því.
Eins og öllum er ljóst, sem til
þekkja, er starf forstjóra Landhelg-
isgæslunnar bæði ábyrgðarmikið og
annasamt. Öll mál fengu ítarlega
umfjöllun og voru grannskoðuð og
ráða leitað hjá færustu sérfræðing-
um, áður en lokákvörðun var tekin.
Pétur Sigurðsson stóð aldrei ráð-
þrota gagnvart neinu verkefni, og
taldi aldrei eftir sér að leggja nótt
við dag í starfi sínu og var alltaf
reiðubúinn að ræða við starfsmenn
Landhelgisgæslunnar á hvaða tíma
sólarhrings sem var.
í stjórnartíð Péturs var fiskveiði-
landhelgin færð út þrisvar sinnum, í
12, 50 og 200 sjómflur. Allar þessar
útfærslur kölluðu á þrotlausa vinnu
fyrir forstjóra Landhelgisgæslunnar,
sem og aðra starfsmenn hennar. Þá
voru varðskipin Albert, Óðinn, Ægir
og Týr smíðuð í forstjóratíð hans. Pét-
ur var óþreytandi í leit að nýjum hug-
myndum varðandi smíði þessara
skipa. Hann reyndi með öllum ráðum
að tryggja öryggi áhafnanna og bæta
sjóhæfni skipanna. Reynsla fyrri ára
var yfirfærð frá einni nýsmíði til ann-
arrar. Öll þessi vinna skilaði betri og
traustari skipum.
Eigi verður svo skilið við þessa
upptalningu, að ekki verði minnst á
klippurnar landsfrægu. Segja má að
hafi einhver einn hlutur skipt sköpum
í vörslu fiskveiðilandhelginnar, þá
voru það klippurnar. Pétur Sigurðsson
átti mikinn heiður að þeirri uppfinn-
ingu ásamt öðrum en að baki hennar
lágu margar andvökunætur og ómæld
vinna, oft eftir annasöm dagleg störf.
Að frumkvæði Péturs Sigurðssonar
var kennsla undir skipstjórapróf á
varðskipum rfldsins tekin upp í Stýri-
mannaskóla íslands árið 1953 og
fyrstu nemendurnir brottskráðir um
vorið sama ár. Pétur beitti sér alla
tíð fyrir aukinni menntun starfs-
manna og þjálfun, þótt fé til slíkra
mála væri af skornum skammti.
Árið 1955 eignaðist Landhelgis-
gæslan sína fyrstu flugvél, Katalínu-
flugbátinn TF-RÁN. Reyndar hafði
Pétur látið nota leiguflugvélar til
gæslustarfa strax fyrstu árin eftir að
liann tók við stjórn Landhelgisgæsl-
unnar. Uppbygging flugflotans var
honum einkar hugstæð. Hann sá
strax hvernig flugvélar og varðskip
gátu unnið saman að vörslu fisk-
veiðilandhelginnar.
Pétur Sigurðsson stóð aldrei ráð-
þrota frammi fyrir neinu verkefni.
Lausn varð að finnast, lausn sem
treysti innviði Landhelgisgæslunnar
og tryggði framþróun hennar.
Þann 1. september 1981 lét Pétur
Sigurðsson af störfum sem forstjóri
Landhelgisgæslunnar eftir 29 ára
farsælt starf. Margs er að minnast
frá þessu viðburðaríka tímabili. I
stuttri minningar- og kveðjugrein er
ekki hægt að nefna nema fátt eitt,
þegar fjölhæfur forystumaður á í
hlut. Mörgum er í minni hin létta og
frjálslega framkoma Péturs og ekki
síður skemmtilegar og fræðandi frá-
sagnir hans af mönnum og málefn-
um. Hann hafði mjög góð tök á að
umgangast starfsmenn Landhelgis-
gæslunnar og leysti vel og farsæl-
lega úr þeim málum sem vörðuðu
þá. Fyrrverandi og núverandi starfs-
menn Landhelgisgæslunnar þakka
Pétri Sigurðssyni fyrir samfylgdina
í blíðu og stríðu. Við sendum eftir-
lifandi eiginkonu hans, frú Ebbu
Sigurðsson og tveimur sonum
þeirra, innilegar samúðarkveðjur.
F.h. ÖLDUNGARÁÐSINS
félags fyrrum starfsmanna
Landhelgisgœslu Islands.
Ámi E. Valdimarsson ritari.