Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 91
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
91
Sjóslys og drukknanir
15. júlí 1997
Drukknuðu tveir menn: Friðsteinn
Helgi Björgvinsson, f. 5. júní 1962,
Naustabúð 8, Hellissandi og Stefán
Bjarnason f. 7. júlí 1941, Engihlíð 20,
Ólafsvík, eftir að báts þeirra, Margrét-
ar SH 196 var saknað á Breiðafirði og
víðtæk leit bar ekki árangur.
Leitin hófst á miðvikudagskvöldið,
en þeir Friðsteinn og Stefán héldu til
veiða á þriðjudagsmorgun (15. júlí)
og heyrðist síðast frá þeim um kl.
13.30 á þriðjudag. Margrét SH 196
var vel búin fjarskiptatækjum og -
búnaði, en trillan hafði ekki verið
skráð hjá Tilkynningaskyldunni í
rúmt ár. Tugir fiskibáta, þyrla Land-
helgisgæslunnar, tvær þyrlur varnar-
liðsins, Fokker- flugvél Landhelgis-
gæslunnar og Hercules-vél varnar-
liðsins leituðu á Breiðafirði. Þá sigldu
björgunarsveitarmenn meðfram
ströndinni á gúmbátum og gengu ein-
15. júlí 1997 — 2. mars 1998
nig fjörur. Brak úr bátnum og fiskikar
merkt Margréti SH fannst á fimmtu-
dag norðvestur af Öndverðarnesi og
einnig sást olíubrák á sjónum. Frið-
steinn Helgi lætur eftir sig eiginkonu,
tvö börn og tvö stjúpbörn. Stefán læt-
ur eftir sig 6 uppkomin börn.
2. mars 1998
Tuttugu og átta ára gamall maður,
Helgi Birgir Astmundsson, fórst þeg-
ar hann féll útbyrðis af loðnuskipinu
Júpíter ÞH frá Þórshöfn skömmu fyr-
ir hádegi mánudaginn 2. mars. Slysið
varð þegar skipið var að veiðum um
tvær sjómílur úti af Ingólfshöfða.
Talið er að Helgi Birgir hafi dregist
útbyrðis með nótinni. Hann náðist um
borð 20-25 mínútum síðar en var þá
látinn. Skipið hélt þegar til lands og
kom til Hafnar í Hornafirði um miðj-
an dag.
Helgi Birgir Ástmundsson var
fæddur þann 12. apríl 1969. Hann var
til heimils að Suðurgötu 1 í Keflavík.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Sendum öllum
sjómönnum
árnaðaróskir á
hátíðisdegi þeirra
Þórsnes h.f.
útgerð og fiskvinnsla
Reitavegi 14-16, Stykkishólmi
Sími: 438 1378 - 438 1473
SÖLUSAMBAND
ISLENSKRA
FISKFRAMLEIÐENDA HF.