Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 106
106
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Ekki getur um mörg íslensk Ijóð sem lofa hetju- og fórnarlund sjómannsins á jafn fagran hátt og af jafn miklu djúpsæi og aðdá- un og kvæðið sem hér fylgir með — ”í hafísnum”, eftir Hannes Hafstein. Ekki er að undra að margir af eldri kynslóðinni Iærðu kvæðið utan að, enda er það og boðskapur þess ógleymanlegur. Sagan sem kvæðið byggir á hefur án vafa átt sér stað — þótt ekki sé lengur vitað hvaða skip þarna ræðir um né hver hinn þrekmikli skipstjóri var. En fer ekki svo um marga hetjusöguna, einnig ís- lenskar hetjusögur? t
Hannes Hafstein Hannes Hafstein
I HAFISNUM
Hvort hefir þú vin okkar hafísinn séð,
er 'ann hraðar að landiför,
og tungunni hvítri og tönnunum með
hann treður áfoldar vör?
Er hann fyllir fjörð,
ryðst um flúð og börð
ogfellir sig strönd afströnd,
svo hver alda deyr
og hver þagnar þeyr,
er þaut yfir grœnkandi lönd.
Eða hefir þú lent í hafísnum þá
við Horn eða Langanes,
og skoðað og heyrt 'hann skipsfjölum frá,
er hann skrafsitt við rastirnar les?
Ei er háreysti neitt,
en það hljóð er þó leitt,
er ‘ann hrönglast við byrðings skurn,
meðan breiðan köld
leggur skjöld við skjöld,
en skrúfar þó turn við turn.
Sem óvígurfloti með öfug segl
er ömurlegt hafjaka-þing,
og ísnála þoka með haglskýja-hregl
er hervörður allt í kring.
Clórir glæta köld
niðr ’ í glufufjöld,
eins og Glámsaugu stari þar kyr.
En um nökkva súð
er œ napurt gnúð,
eins og nárakkinn klóri á dyr.
Þeir höfðu dvalið í dcegurfimm
við dauðann í risaleik,
er nóttin ekki gat orðið dimm
heldur aðeins vofubleik.
Hvar sem grisjaði’ ískarð
eða glufa varð
var gufuknerrinum beitt.
En hvert lífvœnt bil
gerði skammvin skil,
og skipið komst ekki neitt.
í þokunni grúfir sig þögul Hel
um þrúðugar ísjaka-gjár,
og þéttar og þéttar að skipssúðar skel
treðst skarjaka-múgurinn flár,
nemur byrðings borð
eins og bryggja ’ að storð
liggi beint upp á endalaust torg.
En úr ísjaka-þröng
yfir alhvíta spöng
rís einstöku háturnuð borg.
Það hafði þrívegis heppnast drótt
að hefta lekann á knör.
Eftir drengilegt strit bœði dag og nótt
loks dvínað var táp ogfjör.—
Nú var skipshöfnin þreytt,
gat ei skeytt um neitt,
nema skipstjórinn. Hann stóð enn
eins og fyrstu stund -
hafði’ ei blundað blund,
en brosandi hresst sína menn.