Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 107
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
107
Við stjórnvölinn einn stóð hann bjartur og beinn
og beið hverrar glufu á hrönn.
Þá verðirnir dottuðu vakti hann einn
og varðist nárakkans tönn.
Bœði dag og nótt
taldi ’ í deiga þrótt:
”Ef við dugum, næst opið haf. ”
Og hans örmagna lið
hélt von-gneista við,
er hann vonglaður skipanir gaf.
Þá, eitt sinn, er skipið var skrúfað þétt
í skrúðhvítum, grænbryddum ís,
hann stýrimanni lét stjórnvölinn rétt
og stökk út á ísinn. Þar rís
fast við byrðingsborð
eins og bjarg á storð
einn borgarjaki, Hann kleif
upp með sjóngler í hönd,
hvarfvið sjónarrönd,
þar er súldin um jakatind dreif.
En rétt eftir kuldaleg sægola sveif
um svellkaldan ísjakaheim,
og þokuna burtu hún bráðlega reif
svo bláheiðan rofaði ’ í geim. —
Hátt á hafjaka tind
bar við himinlind
þann, er hafskipsins ábyrgð bar.
Hann stóð uppi þar einn
meðan andvarinn hreinn
gafútsýn um helkrepptan mar.
Hann kallar, Itann bendir — hann bandar með hönd.
Hann býður: Stýrið N o r ð — v e s t!
Því er hlýtt, og menn sjá: Þar er svolítil rönd
af sæbláma. Önnur ei sést.
Og þar opnast bil.
Eins og ógna gil
stendur ísinn á hliðar tvær.
Kringum stappar ís.
Bak við stormur rís. —
Fyrir stafni er opinn sær.
A skipinu fyrst lieyrist fagnaðaróp,
því að fjörgjöfin blasir nú við.
En brátt slær íþögn. Svo hljóma við hróp
frá hásetum: ”Nei, höfum bið!
enn oss vantar hann,
sem oss hjálpa vann,
þegar helstríð vor allra beið,
sem um dag og nótt
gafoss deigum þrótt
og í dag loksfann þessa leið. ”
En hátt á jakanum stjórnarinn stóð
og hann stýrði með hönd sinni enn.
"Fram, hlýðið mér, ” sagði hann. Með hugklökkum móð,
þeir hlýddu hans sjóvönu menn.
Eftir augnablik
lukti aldan kvik
fyrir aftan með nýrri spöng.
Jakínn hái hvarf
nóg var hvers eins starf,
og sú heimför varð döpur og ströng.
Og ísinn rak suður í heitari höf
með hann, er þar sigrandi dó.
Og hafið, sem einnig varð hafíssins gröf,
að hjarta sér þrekmennið dró.
En þeir hásetar hans
báru heim til lands
um hetjunnar sjálfsfórn vott.
Yfir sólroðinn sæ
bar sumarsins blœ
og það sumar varð hlýtt og gott.
Öllum hafís verri er hjartans ís,
er heltekur skyldunnar þor.
Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís,
þá gagnar ei sól né vor.
En sá heiti blær,
sem til hjartans nœr
frá hetjanna fórnarstól,
bræðir andans ís,
þaðan aftur rís
fyrir ókomna tíma sól.