Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 110
110
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Hér standa þau við afmœlisfána SVFI Esther Guðmundsdóttir framkvœmda-
stjóri og Gunnar Tómasson forseti. (Ljósm.: Sjómdbl. AM)
hefur þessi aðstaða komið að iniklu
gagni, ekki síst hafa menn iðulega
getað kallað þaðan eftir aðstoð, því í
flestum skýlunum eru talstöðvar. Slík
tilvik eru ekki alltaf fréttaefni. En víst
veltum við því fyrir okkur hvar skýli
skuli vera og hvar þarf að koma upp
skýlum, stundum með því að flytja
skýli. En gjarna verður það að tilfinn-
ingamáli, sem skiljanlegt er, ef fjar-
læga skal skýli, en þetta reynir nefnd
sú sem sér um málefni skýlanna að
vega og meta.“
Öflugt starf bjögunarsveit-
anna og slysavarnadeildanna
„I SVFI eru nú um 18 þúsund
manns. Björgunarsveitir þess eru um
90 talsins og slysavarnadeildir nokkru
fleiri. Þá er að nefna unglingadeild-
irnar, en þær eru um 40.
Björgunarsveitirnar eru dreifðar
allt í kringum landið. Þær sinna björg-
unarstörfum á hverjum stað fyrir sig
og eru flestar staðsettar úti við strönd-
ina, en margar eru þó inni til landsins.
Margar björgunarsveitir hafa skil-
greint sig sem sjóbjörgunarsveitir en
aðrar sem landbjörgunarsveitir, en
flestar skilgreina sig þó sem bæði sjó-
og landbjörgunarsveitir. Af því leiðir
að þær þurfa að vera mjög vel útbún-
ar til þess að geta sinnt þeim verkefn-
um sem að höndum kann að bera og
þurfa að koma sér upp fjölþættum og
dýrum búnaði. Fjár til kaupa á honum
hafa þær fyrst og fremst aflað sér með
flugeldasölu og öðrum fjáraflaleiðum,
en auk þess hefur félagssjóður SVFI
styrkt sveitirnar til kaupa á tækjum og
húsnæði og hefur sú uppbygging ver-
ið í gangi undanfarna áratugi. Tel ég
óhætt að segja að hún hafi gengið
mjög vel.
Þá er að nefna slysavarnadeildirnar
sem starfa á hverjum stað. Þær skipt-
ast í kvennadeildir og blandaðar
deildir og veita björgunarsveitunum
stuðning, jafnframt því sem þær sinna
ýmsum slysavarnamálum, bæði á sjó
og á landi. Þær taka þátt í þeim átaks-
verkefnum sem SVFÍ efnir til, svo
sem í sambandi við umferðarslys,
umferðarfræðslu, slysavarnir barna
og öryggismál í landbúnaði. Einnig er
hafin vinna að slysavörnum aldr-
aðra.“
Liggur við að færri en vilja
komist í unglingadeildirnar!
„Eg vil svo sérstaklega geta um hið
afar öfluga unglingastarf SVFI. Fyrir
um það bil fimmtán árum voru starf-
andi aðeins tvær unglingadeildir, en
nú hin síðustu árin hefur þeim ljölgað
svo mjög að þær eru orðnar rúmlega
fjörutíu. Þarna er um mög öflugt og
gott starf að ræða og felst gildi þess
ekki síst í því að unglingadeildirnar
tryggja stöðuga endurnýjun í félag-
inu.
Unga fólkið kemur strax til starfa
og fær að kynnast starfseminni og er
gleðilegt til þess að vita hve mikil
ásókn er í að komast í unglingadeild-
irnar. Liggur við að sums staðar þurfi
að takmarka inngönguna. Astæða
þess er að starfið hvílir að miklu leyti
á vinnuframlagi umsjónarmanna ung-
lingadeildanna, en það er að vonum
takmarkað hvað hægt er að leggja á
þá, svo þeir geti sinnt því sem af þeim
er krafist. Umsjónarmennirnir eiga
því miklar þakkir skildar, þar sem þeir
eru burðarásinn í þessu starfi. Árlega
eru haldin mót unglingadeildanna og
fara þau fram annað árið heima í
landshlutunum, en hitt árið eru haldin
landsmót. Þannig var veglegt lands-
mót haldið í júlí síðastliðið surnar í
Svartsengi við Grindavík og stóð það
í fjóra daga. Komu þar um 500 ung-
lingar saman og fóru yfir öll helstu at-
riðin í björgunar- og slysavarnamál-
um. Mótsgestum var skipt upp í átta
hópa og fór sérhver hópur í gegnum
öll verkefnin. Höfðu unglingarnir
þannig nóg að gera allt frá því er þeir
komu á svæðið og þar til þeir fóru
heim að móti loknu: Farið var upp á
fjöll, út í hraun og út á sjó. Farið var
yfir fluglínutæki, æfð leit og björgun
á sjó, sig í klettum, skyndihjálp, leit
með hundum og breiðleit á landi.
Fleira mætti telja.“
Björgunarskólinn — samræm-
ing fjarskipta- og leitarkerfis
„Við höfum verið í mjög góðu
samstarfi við Landsbjörg og rekið í
samvinnu við þá Björgunarskólann,
en þessi skóli sinnir fræðslu fyrir all-
ar björgunarveitir á landinu. Þar er
bæði um að ræða grunnámskeið og
framhaldsnámskeið. Þetta er farskóli,
og leiðbeinendur sem þjálfaðir hafa
verið í hinum ýmsu greinum björgun-
arstarfa fara um landið og miðla af
þekkingu sinni. Þessi skóli hefur nu
starfað í um það bil fjögur ár. Áður
var Landsbjörg með sinn sérstaka
skóla og Slysavarnafélagið með sína
fræðslu, en nú hefur þetta verið sam-
ræmt og með samræmingunni hefur
náðst fram ákveðinn sparnaður. En