Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 112
112
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
„Framtíðin liggur í strandveiðum og
eins ferskum fiski og völ er á“
- segir Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda
Landsamband smábáteigenda er
nú orðið tólf ára og hefur vaxið og
eflst með hverju árinu frá stofnun
þess. Félagsmenn eru nú um 2000
talsins og bátafjöldinn á skrá er á
milli 1300 til 1400. Mikill þróttur er
í starfínu sem sýnir sig í mikilli
fundasókn hvarvetna á landinu og
heimsóknir félagsmanna á skrif-
stofuna við Klapparstíg 27 eru tíð-
ar. Stöðugt er eitthvert hagsmuna-
mál á döfinni sem bregðast þarf við
og smábátamenn eru baráttuglatt
fólk sem liggur ekki á skoðunum
sínum. Stöðugt gerir togstreitan
milli strandveiðimannsins og stór-
útgerðarmannsins vart við sig og
hún er ekkert sérmál okkar Islend-
inga, heldur á hún sér stað um heim
allan. En hvað skyldi framtíðin
bera í skauti sér? Mun koma til
vaxandi andstöðu við stóriðju í út-
gerð og Iétt veiðarfæri og farkostir
sækja á. Þetta var eitt af því sem
bar á góma í spjalli Sjómannadags-
blaðsins við Arthur Bogason, for-
mann Landssambands smábátaeig-
enda, en á þessum málum hefur
hann ákveðnar skoðanir. Við byrj-
uðum á að spyrja hann um stofnun
samtakanna og hvað olli því að
hann gerðist forgönguinaður um
það mál.
„Þú spyrð um hvernig á því stóð að
ég gerðist forvígismaður þessara sam-
taka,“ segir Arthur Bogason. „Því er
þá til að svara að í marsmánuði 1985
stöðvaði þáverandi sjávarútvegsráð-
herra allar veiðar smábátaflotans með
24 klukkustunda fyrirvara á þeim for-
sendum að bátar á ákveðnu landsvæði
væru búnir með kvóta allra bátanna
fyrir allt landið. Ég var þá með bát í
Vestmannaeyjum og við vorum rétt að
byrja vertíð og höfðum lítið sem ekk-
Arthur Bogason: „Sú umrœða sem nú
fer fram í öðrum löndum og verður
öflugri með hverjum deginum snýst
um að leggja beri meiri áherslu á
strandveiðar og veiðar með léttum
veiðarfœrum, samfara framboði á
eins ferskum fiski og helst er völ á. “
(Ljósm.: Sjómdbl. AM)
ert getað róið þegar tilkynningin
barst. Við höfðum að vonum alls ekki
orðið varir við þetta gríðarlega fiskirí
og þýddi þetta að við sáum fram á að
verða algjörlega tekjulausir. Menn í
Vestmannaeyjum fylltust óskaplegri
gremju og sama kvöld og við fréttum
af þessu var haldinn fundur sem á
mættu 40-50 manns. Þar var einróma
samþykkt að hundsa þessa reglugerð
sjávarútvegsráðherra og sýna í verki
að við gætum ekki sætt okkur við
annað eins fyrirkomulag. Fóru því
fjórtán bátar frá Vestmannaeyjum í
róður morguninn eftir — í trássi við
lög og reglur. Við fiskuðum gins og
okkur lysti um daginn, pn þegar við
komum að landi um k]völdið voru við-
tökurnar allt annað en blíðar. Þar beið
lögregla og eftirlitsmenn frá ráðu-
neytinu og var okkur hótað öllu illu.
Menn sögðu að við skyldum sleppa
að þessu sinni, en framvegis mættum
við búast við hörðu.
I kjölfarið á þessu þóttist ég sjá í
hendi mér að ekki þýddi annað en
verja réttindi okkar smábátaeigenda
með einhverjum öðrum hætti. íslend-
ingar eru ekki lögbrjótar í eðli sínu,
svo Ijóst var að ekki yrðu margir til að
róa áfram í trássi við lögin, enda erum
við landar að mínu mati mestu ”frið-
semdarskepnur.” Við viljum fremur
leysa málin með orðsins brandi en
öðrum vopnum. Þess vegna hóf ég þá
þegar vinnu að stofnun landssamtaka
og var innan skamms kominn í sam-
band við fjölda manns úti um allt
land. Almennt tóku menn strax vel í
þetta, þótt einn og einn úrtölumaður
fyndist. Um sumarið og um haustið
fundaði ég síðan með smábátaeigend-
um um þvert og endilangt landið og
stóð að stofnun flestra svæðisfélag-
anna þá, en við stofnuna voru þau
orðin þrettán. Tel ég mig muna það
rétt að ég hafi aðstoðað við stofnun á
níu eða tíu þeirra. Allir voru fundirnir
sem ég gekkst fyrir mjög fjölmennir
og ákaflega kröftugir. Og þann 5. des-
ember 1985 boðaði ég til stofnfundar
í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni i
Reykjavík. Þar voru samtökin stofnuð
og hafa starfað upp frá því. Þetta tel
ég gott að rifja upp, því eins og geng-
ur vilja menn gleyma upphafinu."
Hátt í 2000 félagar á skrá
”Samtökin eru nú samansett af 14
svæðisfélögum sem ná hringinn i
kringum landið og eru sumhver
mynduð úr nokkrum minni félögum,
þannig að ég tel að segja megi með