Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 121
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
121
Vitanejhd á árlegri yfirreið milli vita. Hér eru menn staddir við Bjargtangavita.
Frá vinstri: Hermann Guðjónsson forstjóri Siglingastofnunar, Asgeir Erlends-
son vitavörður á Bjargtöngum, Gttðjón Scheving, Páll Sófóníasson formaður
Vitanefndar, bílstjóri nefndarmanna, Tryggvi Blöndal skipstjóri, Tómas Sig-
urðsson og Vilhelm Thorsteinsson skipstjóri. Myndin mun tekin 1987.
nú hringt til okkar og fengið upplýs-
ingar um veður á þessum stöðum og
þurfa þá ekki að láta úr höfn til þess
að kanna sjólagið. Upplýsingarnar eru
aðgengilegar bæði á talvél og á nú
síðast á internetinu. Ölduduflin eru
líka notuð til þess að gera hafnarlík-
ön, áður en hafist er handa við hafnar-
framkvæmdir, líkl og duflið við
Grindavík. Þá er þeim komið fyrir
utan við væntanlega höfn eða höfn
sem á að endurbæta og látin vera þar
í ár eða lengur. Veðurathuganakerfið
er sífellt að þróast og stöndum við
framarlega í þessu miðað við aðra.
Það gefur auga leið að þessi starf-
semi krefst stöðugs eftirlits og ár-
vekni og verður að bregðast skjótt við
ef eitthvað fer úrskeiðis. Rekum við í
Vesturvör 2 í Kópavogi sérhæfð
verkstæði, svo sem radíóverkstæði,
rafmagnsverkstæði og loks smiðju, en
alla tíð höfum við reynt að leita sem
minnst út fyrir stofnunina með við-
hald. Starfsmenn Rekstrarsviðs eru að
jafnaði fjórtán til sextán talsins, auk
vitavarðanna sem ég nefndi. Vegna
viðhaldsvinnunnar á sumrin höfum
við svo ráðið til okkar skólastráka og
hafa margir þeirra verið hjá okkur í
mörg sumur. Eins og ég gat um eru
ljósvitarnir nú 104 talsins og reynum
við að ná um 20 af þeim í almennl
viðhald árlcga. Þykir okkur gott ef við
getum tekið hverja vitabyggingu í
gegn fimmta hvert ár, en tæknibúnað-
inum þarf stöðugt að fylgjast með. í
sjálfvirku ljósvitunum er tvöfalt kerfi,
þannig að annað tekur við ef hitt bilar
og í þeim eru fjórar til fimm perur.
Kviknar þá sjálfkrafa á nýrri ef
slokknar á þeirri sem fyrir er.“
Góð tilfinning þegar allt er
kornið í lag á ný
„Árið 1965 varð ég forstöðumaður
Vitastofnunar, en eftir að stofnunin
var sameinuð Siglingastofnun Islands
1. október 1996 hef ég verið forstöðu-
maður rekstrarsviðs. Undir rekstrar-
svið heyrir umsjón með rekstri vita-
kerfanna, staðsetningarkerfisins og
veðurathuganakerfisins, svo og rekst-
ur fasteigna og tækjabúnaðar. Bæði
áður og eftir að ég tók við því starl'i
hef ég átt því láni að fagna að með
mér hafa starfað miklir ágætismenn
og vil ég nefna þá þrjá vitamálastjóra
sem ég hef kynnst, en ég hef starfað
nieð öllum vitamálastjórunum, nema
þeim fyrsta, sem var Thorvald
Krabbe. Þessir vitamálastjórar eru
Emil Jónsson, Aðalsteinn Júlíusson
og núverandi forstjóri Siglingastofn-
unar, Hermann Guðjónsson. Sama á
við um aðra samstarfsmenn mína,
seni llestir hafa verið lengi í starfi
sem sýnir að þeim hefur líkað vel á
stofnuninni líkt og mér.
Og ekki má ég gleyrna að geta um
að konan mín hefur verið mér mikill
styrkur. Oft hefur á hana reynt, en auk
þessara vanalegu fjarvista hef ég ára-
tugum saman verið á bakvakt, komi
eitthvað upp á. En konan mín var
þessu kunnug frá fyrri tíð, þar sem
faðir hennar vann við vitabyggingar á
sínum tíma. Hún heitir Sigrún Sigur-
bergsdóttur, ættuð úr Garðinum og er
kennari að mennt. Sáumst við fyrst
þegar ég vann tólf ára að byggingu
Garðskagavita. Ekki kynntumst við
nú mikið þá, það beið til 1950 þegar
verið var að byggja miðunarstöðina
við Garðskaga. Við giftum okkur
1954 og eigum við eina dóttur, Ás-
dísi.
Nei, ég dreg ekki dul á að mér hef-
ur reynst þetta starf fjölþætt og áhuga-
vert. Því hafa lil dæmis fylgt mikil
samskipti við sjómenn, vitaverði og
aðra þá sem þetta varðar, eins og
sveitarstjórnir víða uni land. Og líkt
og öll störf sem krefjast mikils af
framkvæmdaþrótti manna, þá hefur
það verið mjög gefandi. Þegar menn
hafa komið að ljóslausum vita, dufli
eða öðrum búnaði sem bilað hefur, þá
er góð tilfinning að halda heim í vissu
um að allt sé komið í lag aftur og ör-
yggi sæfarenda tryggt. Frá þessum
tíma minnist ég líka afburða fagurra
og kyrra sumarnátta og góðra og fall-
egra daga, sem leita langtum oftar á
hugann en óveðrin. Ferðirnar í vitana
hafa líka haft sér það til gildis að
menn urðu gjörkunnugir strandlengj-
unni og komust í kynni við það ágæta
fólk sem bjó á þessum afskekktu stöð-
um. En þrátt fyrir annir mínar þá á ég
mér mitt áhugamál utan vinnunnar, en
það eru hestar, eins og við er að búast
af gömlum Skagfirðingi. Ég hef átt
hesta í 25 ár og þykir gott að komast
frá vinnunni í annað umhverfi. Eink-
um sinni ég hestunum að vetrinum og
skrepp þá oft upp í Heiðmörk þegar
fagurt er veður og kem endurnærður
til baka.“
Hér látum við þessu fróðlega við-
tali við Tómas Sigurðsson lokið. Eins
og í upphafi sagði hefur hann orðið
vitni að áratuga þróun í íslenskum
vitamálum og er ekki að efa að enn á
hann eftir að sjá ýmsa ótrúlega tækni
ryðja sér til rúms.
AM