Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 124

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 124
124 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ TF-RÁN. Myndin er tekin er þyrlan var vii5 björgunarœfingar á Skerjafirði. mannsins hefði skaddast af glerbrot- um sem sætu í augum hans. Hafist var handa um að gera vélina klára til brottferðar en áður hafði verið fallið frá ferðinni vegna veðursins. Kl. 1558 hóf þyrlan sig til flugs og Reykjavík hvarf fljótlega í dimmt élið sem gekk yfir borgina. Stefnan var sett fyrir Jökul og haldið skáhallt upp í veðrið. Samkvæmt síðustu upplýs- ingum skipsins var veðurhæðin á staðnum 40-50 hnútar (10-12 vind- stig), blindbylur og stórsjór. Flogið var eftir leiðarreikningi, þar sem erf- iðlega gekk að staðsetja þyrluna, en helsta staðsetningartæki hennar til langflugs var Loran, en hann var óstöðugur og gaf sífellt upp ranga staðsetningu. Auk þess lá leið vélar- innar þvert á sendingarstefnu loran- stöðvarinnar á Gufuskálum og stað- setningar af þeim sökum ónákvæmar og verri þegar nær drægi stöðinni. Hins vegar var von til að staðsetning- ar myndu lagast eftir því sem vestar drægi og að öllum líkindum verða í lagi vestur af Bjargtöngum ef élin minnkuðu, en éljagangur hafði mjög truilandi áhrif á móttökur Loransend- inga. Snjókoma var því sem næst látlaus og skyggni nánast ekkert. Eftir því sem vestar dró bætti í vindinn og snjókoma hélst sem fyrr nær stöðug. Eins og við var búist skánuðu stað- setningar þegar Bjargtangar voru að verða þvert á þyrluna og þá var hægt að leiðrétta leiðarreikninginn, en þyrl- una hafði borið lítillega af leið vegna hvassviðrisins. Fljótlega náðist radio- miðun til danska skipsins og var þá haldið beint í átt að því, en það var í um 20 sjómílna fjarlægð. Um sama leyti náðist ennfremur fjarskiptasam- band við varðskipið Tý þar sem það var statt á Patreksfirði. Veitti varð- skipið ómetanlega hjálp við fjarskipti, bæði við stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar og danska skipið sem hélt nú sjó um 30- 40 sjómílur VNV-af Bjarg- töngum. Kl. 1710 var komið yfir skipið þar sem það hélt á hægri ferð upp í sjó og vind og lét illa. Heldur hafði vindur aukist og var nú 55-60 hnútar (11-12 vindstig) og skollin á stórhríð með engu skyggni. Flogið var yfir skipið til að skoða aðstæður og meta útlitið áður en sjúkrakarfa vélarinnar yrði látin síga niður á þilfar þess. A þilfar- inu mátti sjá hóp skipsmanna sem undirbjuggu komu sjúkrakörfunnar og umbúnað sjúklingsins. Veðurham- urinn var óskaplegur og kalt varð fljótlega í þyrlunni eftir að hurðin á hlið hennar var opnuð. Þyrlan lét illa meðan aðstæður voru skoðaðar en þó ekki eins og skipið sem barðist um í stórsjónum og hvarf á milli í sjólöðr- ið. Hafist var handa við að slaka nið- ur körfunni, en þegar hún var komin um það bil hálfa leið niður tlæktist spilvírinn utan um hjólastell þyrlunn- ar en vírinn lagðist aftur með henni undan álagi vindsins. Ljóst var að mikil hætta hafði nú skapast fyrir þyrluna, og óttuðust menn að vírinn feyktist upp í stélskrúl'una með ófyrir- séðum afleiðingum. Lágum við Bjarni flugvirki á gólfinu og reyndum að halda við vírinn og jafnframt slá honum aftur út yfir hægra hjólið, en lykkja hafði komið á vírinn utan um hjólið. Hjólin varð að setja niður eftir að þyrlan var komin niður fyrir ákveðinn lágmarkshraða. Ekki átti að vera möguleiki á að vírinn flæktist í þeim en það ótrúlega hafði nú samt orðið. Ekkert gekk að losa vírinn en þyrlunni hafði verið snúið undan vindi til að minnka álag á vírinn og um leið hættu á að hann feyktist í stél- skrúfuna. Illa gekk að eiga við vírinn og erfitt um vik, þar sem hjólin voru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.