Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Side 126
126
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
„Finnst ég alltaf vera sami strákurinnu
Spjallað við Jóhann Pétursson, fyrrum vitavörð á Horni
Þegar rætt er um vita og vita-
verði fer ekki hjá að upp í hugann
komi nafn Jóhanns Péturssonar
sem í 25 ár var vitavörður á af-
skekktasta vita landsins — Horn-
bjargsvita, enda kallaður „Jói á
Horni“ um margra ára bil. Jóhann
féllst á að spjalla við okkur og þar
reyndist af nógu að taka, enda lífs-
viðhorf hans og áhugamál með
þeim hætti að honum hefur ekki
leiðst um dagana. Hann var talinn
einn efnilegasti ungi rithöfundur
landsins á yngri árum sínum og
þegar hann gerðist vitavörður var
það í þeirri von að sér gæfist þar
næði til skrifta og andlegra hugleið-
inga. En vitavarslan reyndist ekki
sá starfi sem best hentaði til slíks.
Þrátt fyrir það sat Jóhann áfram á
Horni og gegndi embætti sínu af
stakri prýði svo orð fór af. Hann er
ástríðubókasafnari og mikill unn-
andi hljómlistar og það hefur kom-
ið honum til góða þau mörgu ár
sem hann var staðsettur svo fjarri
Jóhann Pétursson: „Ég hef oft hugs-
að um þetta dœmi. Ein vesöl mann-
vera í þessum hrikalegu brim- og
snjóauðnum."(Ljósm.: Sjómdbl. AM)
Hús, viti og austurendi Hornbjargs.
mannabyggð. En einkum kann
mesta blessun hans að vera sú að
hann telur lífið eitt samfellt ævin-
týri og það dásamlegt ævintýri —
kunni menn að lifa því rétt.
En hér fer viðtal hans við okkur
á eftir og við erum hefðinni trúir og
spyrjum hann fyrst um ætt og upp-
runa.
„Eitt sinn var ég spurður, hvort ég
væri Breiðfirðingur í húð og hár?
Svar mitt var að það færi eftir hversu
djúpt þessu væri flett af mér.
Ég er fæddur þann 18. febrúar
1918 og er því fyrir nokkru orðinn átt-
ræður, en finnst ég alltaf vera sami
strákurinn. Ég fæddist í svokölluðum
Jónasarbæ í Stykkishólmi. Frómt frá
sagt hef ég aldrei haft áhuga á ætt-
fræði og það litla sem ég veit er að
foreldrar mínir voru Breiðfirðingar.
Faðir minn, Pétur Einar Einarsson
er fæddur í Ási við Stykkishólm. Fað-
ir hans drukknaði við Hellissand þrí-
tugur að aldri. Amma mín þeim meg-
in hét Halldóra Jósepsdóttir, fædd í
Bergsholti í Staðarsveit, en ól allan
sinn aldur við Breiðafjörð.
Móðir mín, Jóhanna Jóhannsdóttir,
fæddist í Öxney, dóttir Jóhanns bónda
þar og Guðrúnar Þorleifsdóttur, er
karlinn þurfti eitthvað að rjála við.
Um ættir hennar veit ég ekkert, nema
hvað Jóhann í Öxney var víst Hún-
vetningur af Geitaskarðsætt og Rauð-
brotum. Hinn frægi Holtastaða-Jó-
hann og hann voru víst bræðrasynir. I
Öxneyjarfólkinu hefur búið mikið
listfengi: Systurnar Sigurlaug og
Guðrún þekktar fyrir málverk sín og
skúlptúr. Leifur bróðir þeirra snilling-
ur í prósa og þá ekki síðri sem málari.
Jóhann Garðar föðurbróðir þeirra var
landskunnur hagyrðingur. Um önnur
ættareinkenni Öxneyjarfólksins, er ég
tel mig þekkja, vísa ég í Endurminn-
ingar Friðriks Guðmundssonar fyrra
bindi bls. 28-32. Þar segir Friðrik frá
kynnum sínum af Kristjáni bónda a
Hólseli á Fjöllum, en hann var sonur