Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 127
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
127
Holtastaða-Jóhanns. Þar koma fram
þeir eiginleikar, er ég tel að hafi ein-
kennt þetta fólk. Og má vel við una.
Eitthvað rámar mig í að í föðurætt-
inni hafi verið ekki ómerkileg kerling,
er kölluð var Ragnheiður á rauðurn
sokkum. Einnig var í þeirri ætt Þor-
móður í Gvendareyjum, frægur
galdrakarl og hagyrðingur. Ur móður-
ættinni man ég helst eftir Húnvetn-
ingi, Jóhanni frá Holtastöðum. Hann
var glúrinn karl, greindur vel, blend-
inn og sleipur: samtímamaður Natans
Ketilssonar. Eg á því litrik ættmenni."
Störf ínín um dagana
„Tvítugur eða svo var ég tvær ver-
tíðir á fiskibáti suður í Höfnum. Fór
svo að vinna við fornbókaverslun
Kristjáns Kristjánssonar í Hafnar-
stræti. Ári síðar eða í árslok 1941
kaupi ég svo bókaverslun Guðmundar
Gamalíelssonar í Lækjargötu, eina
stærstu bókaverslun á landinu, og rek
hana í tíu ár. Þar gaf ég út skáldsögur
og þjóðsagnasafn, auk þess sem ég
ásamt tveimur öðrum gaf út hina
vönduðu þriggja binda útgáfu af
Fornaldarsögum Norðurlanda. Sjálfur
skrifaði ég svo tvær bækur, sem
Ragnar í Smára gal' út. í þrjú ár var ég
skrifstofustjóri og gjaldkeri við síld-
arsöltun Gunnars Halldórssonar á
Raufarhöfn, sá um útgerð hans í
Grindavík ásamt lifrarbræðslu og ók
síðan öllu lýsinu til Reykjavíkur. Þeg-
ar ég hætti vitavörslu eftir 25 ár, þá
gerðist ég verlunarstjóri við forn-
bókaverslun Klausturhóla, meðan hún
var og hét. Síðan gerðist ég húsvörð-
ur á gistiheimili, sem er eins konar
útibú frá SÁÁ. Og nær áttræðu gaf ég
svo út elsta leikrit, sem vitað er til að
skrifað hal'i verið á íslensku, Sperðill,
er hinn frægi klerkur Snorri á Húsa-
felli reit fyrir meir en tvö hundruð
árum.“
Taldi mig fá næði til
ritstarfa í vitavörslunni
„En hvað kom til þess að ég fór úr
vel launuðu starfi og gerðist vitavörð-
ur á Hornbjargsvita, þar sem árslaun
voru tæpur þriðjungur þess er ég
hafði? Þar að auki í einangrun, er nær
útilokaði mig frá öllum þáttum l'élags-
Hornbjarg fjœr, Hœlavíkurbjarg nœr. Milli þeirra er Hornvíkin.
Ferðbúinn áfjall til að leiðbeina skipum í hafís.