Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 128
128
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
ég að þarna í einangrun hlytu að vera
viðunandi skilyrði. Það sýndi glópsku
inína að ég hugleiddi ekki náið hvort
árslaun þarna dygðu fyrir heimilis-
haldi og öðrum útgjöldum fjölskyld-
unnar, né gerði ég mér ljóst hversu
mikil, samfelld og tímafrek verkefnin
væru.
Þar sem nú er búið að leggja niður
allar stöður vitavarða sem slíkar,
hringinn um landið, og sú takmarkaða
sjálfvirkni er fyrir var látin leysa mál-
in, þá tilheyrir hlutverk vitavarðarins
fortíðinni og er því sögulegt fyrir-
bæri.“
Störf vitavarðar
„í höfuðdráttum var hlutverkið tví-
þætt: Öryggisþjónusta vegna sjófar-
enda, svo og trúverðugust veðurtaka á
þriggja stunda fresti allan sólarhring-
inn árið um kring. Ætli fólk geri sér
nokkra grein fyrir því, að veðurtöku-
maður verður að vita deili á allt að
þrjú hundruð aibrigðilegum þáttum
veðurfars? Ekki að þau komi öll til
álita við hverja veðurtöku, en hann
verður að geta greint þau, beri þau
við, og birtist eitthvað af þeim, þá
verður hann að skýra frá því í sendu
veðurskeyti.
Undirstöðuleiðsögutækið frá upp-
hafi var og er ljósvitinn, svo er og rad-
íóviti, er fyrstu árin mín var einnig
fyrir flugvélar. Talstöðin kemur þarna
einnig til álita í vissum tilvikum. For-
sendur fyrir uppbyggingu þessa kerfis
voru myrkar vetrarnætur og illviðri
við hættulegar strendur landsins.
Spurningin var: Hvenær gerist slys?
Hver var þess umkominn að segja fyr-
irfram hvenær skip mundi stranda?
Það var því augljós nauðsyn á full-
kominni öryggisþjónustu. Aður fyrr
var hún talin á ábyrgð vitamálastjórn-
ar. A Sjómannadögum hafa ráðherrar
staðið í pontu og fjölyrt um mikilvægi
sjósóknar og siglinga fyrir þjóðarbú-
ið, þær hættur er fylgdu slíku og því
nauðsyn á sem fullkomnastri öryggis-
þjónustu. Svo mörg voru þau orð. En
svo gerðist það eins og hendi væn
veifað að öll öryggisþjónusta vita-
varða var lögð niður til þess að bjarga
ríkissjóði frá strandi.
Þótt GSM tæki hafi tekið við af
Lóraninum, þá voru þau aðeins við-
Báturinn á Horni og sliskjan úrjjöru og upp á bakka.
lífs? Margir hafa spurt. Upphaflega
taldi ég mig vita það: en þegar ég lít
yfir farinn veg og hugleiði spurning-
una í Ijósi síðustu niðurstöðu, þá get
ég engan veginn gefið sjálfum mér
viðhlítandi svar. Að hluta til liggur
það í því að ég er utangarðsmaður í
eðli mínu með vott af því sem kallað
er að vera útlagi í sínu föðurlandi.
Hver býr ekki með anga þeirrar til-
finningar?
Ég hafði skrifað tvær heldur
ómerkilegar bækur: ætlaði mér að
skrifa og hnepptur þeirri grillu taldi
Jóhann í stofunni á Hornbjargsvita.