Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 132
132
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
isins sama rétt og aðrir, en það var
bara setið á okkur, svo við fengum
aldrei neitt. En þótt við fengjum þetta
þarna, þá var það ekki nema brot af
þeim rétti sem við áttum. Því var það
að þegar ég fór frá vitanum voru laun-
in komin á þriðju milljón.
Hér er mjög stiklað á stóru og
mörgu sleppt sem dæmalaust þætti á
að hlýða, því þetta var hreint furðuleg
helv... barátta. Eg stóð í henni allt til
1980 og ég held að ég hafi sjálfur
staðið straum af öllum kostnaði vegna
hennar. En um annað var ekki að
ræða, því sífellt var reynt að berja
mann niður. Erfiðast reyndist að fá
viðurkennd laun fyrir aðstoðarmann-
inn. Það hafði aldrei þekkst, enda
voru þetta leifar frá gamla bændasam-
félaginu, eins og ég sagði. Þó var það
svo að þegar Reykjanesviti var stofn-
aður 1878 var hann hannaður sam-
kvæmt danskri hefð. I honum var ol-
íuljós og varð því að hafa aðstoðar-
mann sem fékk eitthvert smávegis
kaup. En eftir það þekktist ekki að
greiða aðstoðarmanni neitt. Ætlast var
til að menn hefðu með sér konuna
sína — ella fengu þeir ekki starfið —
og henni voru engin laun ætluð. Ef
hún slasaðist við störf sín báru henni
heldur engar bætur. Eg skrifaði grein-
argerð á þessum árum þar sem ég bar
kjör konu vitavarðar saman við stöðu
þræls samkvæmt fornri lögbók og
sýndi fram á að staða hennar var lak-
ari en þrælsins!
Svo fór að það tók tíu ára baráttu
að fá laun fyrir aðstoðarmanneskjuna.
Konan var viðurkennd sem fullgildur
aðilli við vitavörsluna og tók að fá
laun. Mig minnir að þau hafi numið
þremur fjórðu af kaupi vitavarðarins.
Þetta fannst mér eitt merkasta skrefið
sem ég náði fram í kjarabaráttu minni.
En mikilli andstöðu mætti ég og var
jafnvel hótað öllu illu. I því sambandi
er mér ljúft að minnast á þann mann
sem best studdi mig, en hann var
Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri
í Samgöngumálaráðuneytinu. Kjara-
bæturnar náðu til okkar allra sem í
Vitavarðafélaginu vorum, en við vor-
um flest átján eða nítján. Laun okkar
á Horni hækkuðu eitthvað lítilsháttar
meira en annarra og var það vegna
þess hve einangrunin var mikil.“
Hlunnindi vitavarðar
„Yfirleitt eru vitar á útskögum og
því örreytiskot. Þó var þessi aðstaða
reiknuð til hlunninda og því hluti af
kaupinu, jafnvel talið hlunnindi að
geta dregið fisk úr sjó. Þetta er arfur
frá bændasamfélaginu og gilti t.d. á
Hornbjargsvita til ársins 1966. Eg
keypti af forvera mínum þrjár gimbr-
ar og hrúta. Arið 1969 voru ærnar
orðnar tuttugu. Eg hafði ekki hundsvit
á skepnum, en eitt gat ég gert: Eg gat
alið þær vel, og það svo að síðustu sex
árin sem ég hafði þær fékk ég árvisst
29-30 lömb. Þarna er feikna sumar-
beit og fræg í sögum.
Þar fékk ég að sjá hversu sjálfstæð-
ur einstaklingur hver kind er. Það er
skemmtileg reynsla. Sumar eru stoltar
og reistar og hreinar, aðrar subbuleg-
ar og fúllyndar. Sumar blíðlyndar og
mannelskar svo furðu gegndi. Að lok-
um voru þetta orðnir slíkir vinir mín-
ir að ég mátti hvergi birtast, þá komu
þær til mín og ég gat ekki orðið drep-
ið lömbin. Eg sendi því allan hópinn
til slátrunar á Isafirði. Veturinn áður
hafði fótbrotnað hrútlamb. Ég setti á
hann spelkur. Síðan dekraði ég við
hann heima í kjallara. Hann varð mik-
ill vinur minn og einnig tvævetla,
blíðlynt dýr. Þegar búið var að setja
hópinn út í bát í Hornvfkinni stukku
hrúturinn og tvævetlan upp úr bátnum
og allir bjuggust við að þau mundu
hlaupa á fjall. Nei, takk. Þau stönsuðu
hjá mér. Auðvitað voru þau tekin. En
það voru dimm ský yfir Hornvíkinni
daginn þann.
Ég hafði hund og kött en ekki
lengi. Ketti gat ég ekki haft, því að
þeir drápu alla snjótittlingsungana
sem koniu í hópum á vorin. Við ólum
feiknin öll af snjótittlingum alla vetur
og keyptum marga kornsekki handa
þeim. Svo voru það vinir mínir, tóf-
urnar. Það er einstakt að lifa þá til-
finningu að gera villidýr að vini sín-
um. Milli 10 og 15 kjötskrokkar f'óru
í það hvern vetur að ala tófurnar. Til
jafnaðar lágu þetta á milli 6 og 10 tóf-
ur fyrir framan húsdyrnar á veturna,
næstum eins og heimalningar. Það var
dýrðartilfinning að vita af þeim þar.
Þær átu jafnvel úr höndum manns,
sumar. Ein át úr hendi minni inni í
forstofu. Ef ég á eftir að sakna nokk-
urs frá Hornbjargsvita, þá verður það
návistin við öll þessi dýr. Og þá allra
náttúrutengslanna, ef þeirra er minnst.
Sutnrin þarna eru stórkostlegt ævin-
týri, og þá veturinn einnig, en með
öðrum formerkjum.
A vorin skaut ég mikið af fugli og
náði í óhemju af eggjum. Við frystum
þau í stórum stfl. Eini munurinn á
frystum eggjum og nýjum er sá að
hvítan verður aðeins þéttari. Annar er
munurinn ekki. Eins og ég sagði fyrr í
þessu spjalli þá er nógur fiskur
skammt undan landi á sumrin og ein-
nig silungur, bæði í Hornsvík og
Barðsvík. Þarna er matarkista, ef
menn nenna að bjarga sér. Tekjur af
þessu voru aldrei nema til heimilis-
nota. Ég gaf allt sem var umfram
þarfir heimilisins. Fögnuðurinn yfir
því að gleðja vini sína var stórum
meiri en ánægjan sent ég hafði af
þeim peningum sem fengust fyrir
matinn, ef ég seldi hann.
Aðbúnaður þarna er yfirleitt góður
og þjónustan frá hendi vitamála og
Landhelgisgæslu einnig. Ibúðarhúsið
ál'ast vitanum, hvort tveggja byggt
árið 1930, ásamt einhverju af útihús-
um. Ibúðarhúsið er tvær hæðir og
upphitaður kjallari. Allt er þetta rúm-
gott og notalegt, vel upphitað með ol-
íukyndingu. En olíueyðsla er mikil,
enda engin einangrun í húsinu. Að-
eins trérimlar á útvegg og tjörupappi
þar á og masoníplötur.”
Einangrun?
„Oft hef ég heyrt fólk býsnast yfir
einangrun á svona stöðum sem ein-
hverju niðurdrepandi. Ég hef ávallt
orðið jafn undrandi við slík ummæli.
Fjöldi fólks er kom að Horni yfir
sumarmánuðina var aldrei færri en
hundrað og allt upp í fjögur hundruð,
er þágu veitingar. Ekki veit ég hvort
kynni af þessu fólki eða persónugerð
mín leiddu til þess viðhorfs, að ég
fullyrði að ég í „þessari einangrun"
var í mun örari félagslegum tengslum
en fjöldi fólks í Reykjavík, þótt það
kunni að þykja ótrúlegt.
Einmanaleika sem afleiðingu ein-
angrunar hef ég aldrei þekkt. Allt frá
bernsku hef ég verið hlaðinn virku
upphöfnu lífi, ávallt forvitinn og spur-
ull um nær allt er að mér hefur borist