Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 137

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 137
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 137 veðrið, er vakti mér þá hugsun, að eitthvað væri að mér og að ég yrði að koma mér út. Það var í honum vestan garri með frosti og gekk á með él- svörtum hryðjum. Þá mundi ég það að karlarnir í þorpinu fyrir ofan voru vanir því seint á haustin að beita fé sínu í nesinu, en sækja það þegar veð- ur spilltist og reka í hús. Og nú ásótti mig sú hugsun að koma mér sem fyrst útúr húsinu og fylgjast með því hvort einhverjum karlinum kynni ekki að bregða fyrir. Frá þeim einum gat ég vænst hjálpar.“ Sautján klukkustunda bið „En þetta virtist ekki björgulegt. Kominn var miður október, óþverra veður og klukkan fimm síðdegis hóf ég verkið, og því skamml í rökkur. Sálrænt ástand mitt var nánast l'urðu- legt. Hálfómeðvituð örvænting hafði þrýst fram því viðbragði er knúði fram orðin „Vertu nú rólegur", er ég heyrði mig mæla upphátt. Ur því var engu líkara en mér væri hulið hvernig ég væri á mig kominn líkamlega, því ekki örlaði á annarri skímu en um ein- hvern mann, er kynni að koma, og úr hvaða átt? En hver sem orsökin kann að vera, þá kom ekki að mér sú hugsun að rétta úr mér, þegar ég hreyfði mig af stað, heldur skreið ég á fjórum fótum, hægt og bítandi fram að útidyrum, er til allrar blessunar stóðu opnar, því fyrr um daginn hafði ég fjarlægt gömlu hurðina með það fyrir augum að setja nýja í staðinn, en það dróst úr hömlu. En útlitið var ekkert björgu- legt, því þegar ég rak höfuðið útfyrir þröskuldinn, lamdi mig vestan hryðja. Ég varð því sem fyrst að koma mér í skjól austur fyrir húsið. Þaðan átti ég að geta séð til mannaferða. Þangað skreiddist ég yfir þunnt snjólag, og kominn í hlé hnipraði ég mig fast saman við vegginn. Það var sársauki í berum fætinum, er flæmdi af mér það slen er á mér hafði verið, og við lauslega athugun gapti við mér blóðug ristin, höggvin í sundur til hálfs. Þótt ótrúlegt sé, greip mig enginn ótli, aðeins lömuð liugs- un, að þetta væri bara svona, engin rishá von önnur en að birtast kynni maður í leit að kindum sínum. Ég lá því grafkyrr, horfði aðeins í dvínandi birtu á þann stað sem líklegt væri að maður færi um, ef hann á annað borð kæmi. Og svo gerðist undrið. Ég heyrði hundgá og útúr rökkrinu birt- ust maður og hundur í sextíu til sjötíu metra íjarlægð. Við snöggvakta hugs- un bylti ég mér til, ætlaði að rísa upp og hrópa á manninn. En það varð máttlaus ömurleg tilraun. Ég kom ekki upp neinu hljóði og fann jafn- framt að ég var máttlaus fyrir neðan mitti. Það greip mig enginn sársauki, engin skelfing, ég lyppaðist bara nið- ur úr þeirri hálfsetu sem ég var kom- inn í, horfandi þögull á manninn hver- fa út í rökkrið. Einhvern tíma lá ég þarna og á mig féllu dreggjar af éljum, er vindurinn flæmdi hringinn um húsið. En ég var vaknaður og tók að átta mig á stöð- unni. Vestan hússins var lítill kofi, er mér hafði hugkvæmst að gera að reykhúsi, gróf frá honum göng og við enda þeirra stóra eldstó. Frá henni lei- ddi reykinn inn í kofann. Frá elds- tónni að íbúðarhúsinu mældust tutt- ugu metrar. Sem ég lá þarna, kom engin sú hugsun að mér að ég væri í beinni lífshættu, heldur að ég yrði að komast í skjól. Það hafði sest að mér beygur við húsið, svo mín eina von var að komast í skjól ofan í djúpri eldstónni. Ég tvínónaði því ekkert við þetta. Snarpur sem oft áður, tók ég að skríða á höndum og fótum í átt að eldstónni, með berar hendur, hálfdofnar af kulda, krafsandi í snjóinn fyrir framan mig, með gapandi sár á fætinum, í frosti, húfulaus með andlitið beint í vestan garrann. Og ljót var aðkoman: Eldstóin var full af snjó. Af þrjósku- fullri vonsku hóf ég að krafsa upp snjóinn, og þeytti frá mér hverri hand- fyllinni af annarri, þar til gryfjan var að mestu tóm: en þá voru hendur mín- ar orðnar svo dofnar, að ég fann varla fyrir þeim. En nú var eftir sú þrautin þyngri að konia mér öfugum ofaní gryfjuna og þarmeð fótunum inn í reykgöngin, því ummál gryfjunnar var ekki nægjanlegt fyrir mig allan. Eftir nokkurt basl lá ég réttur fyrir. En ekki tók betra við: reykgöngin voru það mjó að ég varð að leggjast á hlið- ina og troða mér inní þau með hvorn fótinn ofan á hinum. En þar tók held- ur ekki betra við: þau voru hálffull af drullu! Mér er enn ekki ljóst hver var eða hvernig sá styrkur lá í mér er gerði mér kleift að þrauka þarna í sautján klukkustundir eða rétt til hádegis dag- inn eftir. Þó tel ég fullvíst að það sem bjargaði lífi mínu og án nokkurra eft- irkasta en þeirra, er kunna að hafa haft áhrif á meiðsli mín sem slík, hafi ver- ið hnausþykk íslensk ullarnærföt, síð- ar nærbuxur og ermalöng skyrta með einkonar hálfkraga, er blessunin móð- ir mín hafði sent mér. Auk þess hafði mér aldrei orðið misdægurt fram að þessu. Þetta var með eindæmum; liggjandi þarna í frostnepju, hafandi dregið úlpu sem ég var í yfir höfuð mér lil varnar snjófoki, hrygg- skemmdur með sundurtætta hálfa rist, gapandi sár er blætt hafði úr, sem þó drullan hafði fyllt, svo rétt ýrði úr blóðlitur. Tvívegis höfðu verkir í hrygg og fæti angrað mig svo að ég varð að krafsa burt snjó er sest hafði að mér, draga mig síðan upp til hálfs, svo ég gæti snúið mér þannig, að særða löppin væri ofaná hinni, svo hún lægi ekki í drullunni. Það er með nokkrum ólíkindum, að aldrei skyldi koma að mér ótti, aldrei nokkuð volæði, og þótt ég mókti ann- að slagið, þá var ég oft með fullri meðvitund. Sem áður sagði kom að mér sú hugsun að biðja guðinn um hjálp, en fannst það raunar fráleitt, því ef guðinn var til og hafði skapað mig, þá hlyti hann að hafa ætlast til að ég stæði mig eins og fullgildur maður á þessari jörð, án þess að ég héngi vol- andi fyrir ímynd hans. Hins vegar var mér nærtæk hugsun um dauðann og nær viss um að allt væri búið með honum. Eitthvað úr fyrri reynslu minni gerði mig sáttan við þann mikla jöfur. Þann tíma er ég var þarna kvaddi ég með þeirri vissu, að djúpt í vitund sinni óttast maðurinn ekki dauðann sem slíkan, heldur mun ráða mestu hin sára kvöl er rís við þá hugs- un að hverfa fyrir fullt og allt frá þeim er hann elskar ásamt þeim gildum öðrum er lífið hefur veitt honum. Afram þokaðist tíminn án mikilla óþæginda, ég var rólegur með þá lil- finningu að hér biði ég dauðans. Und- ir morgun rann á mig djúpur höfgi er ég svam í til hádegis, að ég tók að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.