Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 23
eimreiðin
KYNGÆÐI OG KVNSPILLING
19
02 þekking á líffræði fær meiri tök á hugum manna, að
verða vitaðsgjafi blómlegs framtíðarlífs þjóðarinnar.
Fái góðu ættirnar, úrvalsættirnar að líkams- og sálaratgerfi,
miðað við störf þeirra í þjónustu þjóðfélagsins, að erfa lífið
°9 góð lífsskilyrði á landi þessu, þá er afspring norræna
kynsins í framtíðinni vel borgið. Það er miklu meir undir því
komið, hvílíkir afkomendur þjóðarinnar eru en hversu margir
þeir eru.
Hleypidómar menningarinnar eru margir og háskalegir, en
þeir eru háskalegastir, sem stafa af fáfræði og vanþekking
a grundvallaratriðum líffræðinnar, því þeir grafa eigi að eins
rætur undan henni sjálfri, heldur og því lífi, sem henni
heldur uppi.
Ef kirkjunni á að verða til muna ágengt í því að efla
9uðs ríki á jörðunni, verður hún framvegis að byggja starf
sitt á grundvelli líffræðinnar. Haþólska kirkjan virðist ætla að
verða fyrri til að skilja þetta en sú prótestantiska, og er nú
þegar hafin öflug hreyfing af hennar mönnum, einkum Jesú-
úum, í þá átt að efla góðar ættir og bæta kynið. Daufheyrist
Prótestantiska kirkjan við þessu, er litlum efa blandið, hver
muni bera sigur af hólmi eftir nokkrar kynslóðir.
Ollum leiðtogum og helztu menningarstofnunum þjóðanna
þarf að vera ljóst, að kyn manna er hægt að bæta engu
síður en önnur dýrakyn, sé skynsemi og þekking höfð að
leiðarstjörnu, eins og vera ber.
Mikla guðs gjöf fá þeir í arf, sem af góðu bergi eru
brotnir. En hvílík ábyrgð hvílir ekki á þeim hinum sömu að
gæta arfsins vel, og vernda hann skemdum innan frá og utan
frá. Góð ætt skemmist af blóðblöndun við slæma ætt. Hverj-
Uln einum ætti að vera það heilög skylda að verja sig fyrir
skaðsemdum utan frá, svo sem ofdrykkju og kynsjúkdómum,
eu þetta eru meinvættir meðal menningarþjóða nútímans.
^ér skulum vona, að íslenzka þjóðin geti með réttu fyr og
síðar hrósað sér af því, að hafa gætt þessarar heilögu skyldu.
Meðfædd sjálfstæðisþrá, sú góða kynfylgja, kveikti líf í
fullveldinu fyrir fáum árum. Harðger, framsækin og dugandi
sl°mannastétt hefur erft ýmsa kosti sæfaranna, er hingað leituðu.