Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 29
eimreiðin
ÞÓRARINN B. ÞORLÁKSSON
25
bjart og létt. Hér fanst honum hann skilja sjálfan sig og lífið:
Þegar sólin stafaði mildum geislum á frjósaman dalinn, engin
bára hrærðist né blakti vindstrá, málaði hann sumargræna
hríslu, er teygðist létt upp af moldarbarði. Þessi litla hrísla
varð honum að ímynd jarðlífsins og hann naut þessarar smá-
myndar náttúrunnar, er veitti honum útsýn yfir alt mannlífið.
Eitt blað, eitt blóm varð að ímynd alls hins bezta og hann
9at nú málað íslenzka flatneskju með einmanalegum sveitabæ
an fjalls eða foss eða litaskrauts skýja; en í þessari auðn
skynjaði hann víðáttuna, er ómælanleg opnaðist sjónum hans.
Áning.
A þessum kyrðarinnar augnablikum leit hann yfir líf sitt,.
er leið fyrir hugskotssjónir hans líkt og hringmynd. Hann
mintist þess, er hann ungur og óreyndur með útþrána í brjósti
°9 óljóst listamannshugboð fór utan til þess að nema stafróf
rcálaralistarinnar. Hann mintist sinna fyrstu mynda, er hann
hafði gert samvizkusamlega undir handleiðslu ágætra kennara.
^ótt honum nú fyndist þessar myndir lítilsvirði, er gerðar
voru í fjötrum lærdóms og þekkingar án listrænnar athugun-
ar á lífinu, hugsaði hann með þakklæti til sinna ágæfu kenn-
ara, er opnuðu augu hans fyrir sígildum listalögmálum efnis-
vals og samstillingar, jafnvægis og fjarvíddar. Þessi eilífu lög-
mál, er hann nú kunni, hafði hann aldrei yfirgefið, þó að-