Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 52
48
VÍSINDI, SÁLARRANNS. OG KIRKJA
EIMREIÐIN
og líffræði alment, aðhyllast þessa skoðun. Samkvæmt henni
getur ekkert orðið eftir af persónuleikanum við dauðann
annað en endurminningin um hinn framliðna og verk hans.
Sú er önnur, að maðurinn liggi eftir dauðann í einskonar
dái til dómsdags, en rísi þá upp til eilífs lífs. Það er hin
kalvínska skoðun á dauðanum og öðru lífi. Sumir telja jafn-
vel alla viðleitni til betrunar árangurslausa eftir dauðann.
Aðrir efast jafnvel um, að bænir fyrir hinum framliðnu komi
að nokkru haldi. Annars eru skoðanirnar hér mjög skiftar.
Margir halda fram voninni um hjálp og viðreisn hinu megin
grafar fyrir tilstyrk kirkjunnar.
Þriðja meginskoðunin er sú, sem sálarrannsóknir nútímans
hafa átt mestan og beztan þáttinn í að móta og telja má í
aðalatriðunum skoðun andahyggjumanna. Hún er í sem fæst-
um orðum þessi:
Dauðinn er ekki lokastund lífs. Hann er ekki einusinni
truflun á rás þess. Hann er aðeins áfangi á óendanlegri veg-
ferð einstaklingsins um völundarhús tilverunnar, æfintýri, sem
hverjum manni mætir fyr eða síðar. Líkaminn er tæki, sem
sálin skapar sér smámsaman, eftir því sem hún nær meiri
tökum á efninu. Þegar sálin losnar við líkamann, tekur hún
að lifa fyllra og óháðara lífi en áður. Jarðlífið er vafalaust
mikilvægt. Undir því er komin velferð framhaldslífsins. En
skapgerð sína alla, venjur, þekkingu, reynslu, kosti sína og
lesti og endurminningar tekur sálin með sér yfir á hið nýja
tilverusvið. Um langa hvíld er ekki að ræða. Starfið er hafið
að nýju jafnskjótt og hinn framliðni hefur náð sér eftir bana-
leguna. Nóg er að starfa, og vinir og vandamenn eru fúsir
til að leiðbeina og hjálpa. Hinn framliðni er hvorki einmana
né yfirgefinn, nema hann hafi lifað illu og eigingjörnu lífi.
Hann fer þangað sem hann á bezt heima. Hann hittir fyrir
umhverfi, sem honum kemur ekki ókunnuglega fyrir sjónir.
Hann mætir gömlum kunningjum, og hæfileikar hans til að
lýsa því, sem fyrir ber, eru líkir og áður. Að líkindum er
það af því, að svo er margt sinnið sem skinnið, að vér höf-
um ekki neina óbreytanlega heildarmynd af hlutlægum veru-
leik hér í lífi. Vér getum aðeins lýst tilverunni eins og hún
kemur oss fyrir sjónir, og sá hæfileiki vor helzt áfram eftir