Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1925, Síða 52

Eimreiðin - 01.01.1925, Síða 52
48 VÍSINDI, SÁLARRANNS. OG KIRKJA EIMREIÐIN og líffræði alment, aðhyllast þessa skoðun. Samkvæmt henni getur ekkert orðið eftir af persónuleikanum við dauðann annað en endurminningin um hinn framliðna og verk hans. Sú er önnur, að maðurinn liggi eftir dauðann í einskonar dái til dómsdags, en rísi þá upp til eilífs lífs. Það er hin kalvínska skoðun á dauðanum og öðru lífi. Sumir telja jafn- vel alla viðleitni til betrunar árangurslausa eftir dauðann. Aðrir efast jafnvel um, að bænir fyrir hinum framliðnu komi að nokkru haldi. Annars eru skoðanirnar hér mjög skiftar. Margir halda fram voninni um hjálp og viðreisn hinu megin grafar fyrir tilstyrk kirkjunnar. Þriðja meginskoðunin er sú, sem sálarrannsóknir nútímans hafa átt mestan og beztan þáttinn í að móta og telja má í aðalatriðunum skoðun andahyggjumanna. Hún er í sem fæst- um orðum þessi: Dauðinn er ekki lokastund lífs. Hann er ekki einusinni truflun á rás þess. Hann er aðeins áfangi á óendanlegri veg- ferð einstaklingsins um völundarhús tilverunnar, æfintýri, sem hverjum manni mætir fyr eða síðar. Líkaminn er tæki, sem sálin skapar sér smámsaman, eftir því sem hún nær meiri tökum á efninu. Þegar sálin losnar við líkamann, tekur hún að lifa fyllra og óháðara lífi en áður. Jarðlífið er vafalaust mikilvægt. Undir því er komin velferð framhaldslífsins. En skapgerð sína alla, venjur, þekkingu, reynslu, kosti sína og lesti og endurminningar tekur sálin með sér yfir á hið nýja tilverusvið. Um langa hvíld er ekki að ræða. Starfið er hafið að nýju jafnskjótt og hinn framliðni hefur náð sér eftir bana- leguna. Nóg er að starfa, og vinir og vandamenn eru fúsir til að leiðbeina og hjálpa. Hinn framliðni er hvorki einmana né yfirgefinn, nema hann hafi lifað illu og eigingjörnu lífi. Hann fer þangað sem hann á bezt heima. Hann hittir fyrir umhverfi, sem honum kemur ekki ókunnuglega fyrir sjónir. Hann mætir gömlum kunningjum, og hæfileikar hans til að lýsa því, sem fyrir ber, eru líkir og áður. Að líkindum er það af því, að svo er margt sinnið sem skinnið, að vér höf- um ekki neina óbreytanlega heildarmynd af hlutlægum veru- leik hér í lífi. Vér getum aðeins lýst tilverunni eins og hún kemur oss fyrir sjónir, og sá hæfileiki vor helzt áfram eftir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.