Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 30
26
ÞÓRARINN B. ÞORLAKSSON
EIMREIÐIN
síðar risi upp menn, er vildi varpa sumum þessum lögmálum
fyrir borð.
Hann mintist efans, er gagntók hug hans á síðustu árum,
er hann sá listamenn rísa upp, er báru þekking listasögunnar
í sjóði sínum, höfðu eld hugsjónamannsins í hjarta, en voru
albúnir að leita nýs lands og nýrra stranda í framtíðinni.
Hann staldraði við
í huganum og nú gaf
aftur sýn. Hann mintist
fyrstu baráttuáranna
heima, er hann fann
afl vaxa í æðum, húm-
þoku ósjálfstæðis hins
unga listamanns hverfa
og upp úr undirdjúpi
vitundarinnar rísa með-
vitund hins frjálsa,
skapandi málara, er
tekur lögmál þekking-
arinnar í þjónustu sína,
en yrkir í litum um
helgustu tilfinningar
sínar og hugarsýnir.
Nú fann hann mátt
sinn vaxa og heim-
Sjálfsmynd. inn stækka og í
hrikalegum auðnum
íslenzkrar náttúru leitaði hann svölunar anda sínum, er leit í
tign fjallanna ímynd hins stórkostlegasta og fegursta hér á
jörðu, en skýin þung og drungaleg uppi, er fóru ört um
himininn, lituð af geislum fjarlægrar sólar, gáfu fyrirheit um
mildari sýnir.
Hann staldraði aftur við og mintist þess, er óveðri hugans
slotaði, kyrðin færðist nær og fjöllin loguðu í mildu skini
sólarinnar. Þá birti undarlega yfir hlíðum og hálsum, loftið
varð léttara og mildara og í baksýn varpaði sólin geislum
yfir landið. Og nú leitaði hann ekki lengur upp í hrikalega