Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 20
16
EIMREIÐIN ÞRÍTUG
EIMREIÐIN
miði að nota það bezta, sem flokkarnir hafa að bjóða, í þágu
þeirra hugsjóna, sem Eimr. telur æðstar og vill berjast fyrir.
Flest samtök innan þjóðfélagsins eru hafin með einhverja
endurbótahugsjón fyrir augum. Flestir þrá framtíðarlandið, »þar
sannleiki ríkir og jöfnuður býr«. Eimr. hóf göngu sína fyrir
þrjátíu árum með fyrirheiti um þetta land, frá einu ágætasta
skáldinu, sem íslenzka þjóðin hefur átt. Það fyrirheit var
bezta vöggugjöfin, sem Eimr. hafði að sýna þjóð sinni —
og er það enn.
Sv. S.
Kyngæði og kynspilling,
Landnámsmönnum hraus eigi hugur við að flytja sig bú-
ferlum hingað í eyðisker norður undir íshafi. Sjálfræðið var
þeim geðþekkara og hugljúfara en ágengni og ásæld Har-
alds konungs hárfagra, er þeir urðu að lúta heima fyrir.
Dugur og ágæt karlmenska einkenna þá, sem lönd hafa
numið langt frá ættlandi, enda þurfti merg í kögglum, til að
komast óraleið um úfin höf í fornöldinni.
Af öllum auð landnámsmanna, er þeir hingað fluttu, var sá
óefað beztur og þjóðinni til mestra nytja, að þeir voru all-
flestir af góðu bergi brotnir. Vmsir þeirra voru af beztu ætt-
um heimalandsins. Dugandi stórbænda ætt, óðalsbændur, sem
mannaforráðum og sjálfræði voru vanir, gátu ekki sætt sig
við yfirráð konungs og stjórn hans. Að vísu var útþrá sterk
í brjóstum ýmsra, því þröngt var um suma. Voru þeir því
lausir við torfuna, og leituðu í víking, til frama og fjár. Þessi
hrausta og harðgera þjóð var afspringur þess norræna kyns,
kvísl Germana þeirra, er leitað höfðu í norðurveg.
Keltar fluttu sig nokkuð búferlum hingað á landnámsöld, en
fáir hafa þeir verið, og áhrifa þeirra gætt lítils í kynblönduninni.
Annars var sá kynþáttur að mörgu nýtur, eigi síður en hinn,
en yfirleitt hafa þeir menn er þaðan komu, eigi verið af eins