Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 67
EIMREIÐIN
UM RITDÓMA
63
V.
Að ýmsu leyti eru nú meiri líkur til þess en löngum
Vrr, að dómar um bækur hér á landi geti komizt í sæmilegt
orh Að öllu samanlögðu hefur aldrei verið meira af bók-
^ntasmekk með þjóðinni, og fer það að vonum, þar sem
bekking á bókmentasögu sjálfra vor og erlendum bókmentum
|er sívaxandi. Þá ætti aukin þörf ritdóma, vegna meiri við-
°™u bóka, og eftirspurn almennings að hafa nokkur áhrif.
Það virðist ekki vanta nema einhvern herzlumun, til þess að
þessi skilyrði njóti sín. Nú skal enn drepið á nokkra erfið-
e,ka, sem við er að stríða í þessu efni, og betra er að gera
Ser grein fyrir, ef menn vilja yfirstíga þá.
, Eins og kunnugt er, var 19. öldin mikil sagnfræða-öld.
Aður hafði alt verið tilvera — nú var hugsað um það verð-
andi. Náttúruvísindin urðu þróunarsaga, og stefna þeirra
breiddist út til allra vísinda. Ritdómar og ritskýring fóru ekki
varhluta af þeim áhrifum. Áður höfðu bækur löngum verið
^æmdar eftir vissum reglum, sem flestar áttu rætur sínar að
reka til Aristotelesar og Hórats. Ritið var tekið eins og það
stóð, án þess að rýna í upptök þess eða tilurðarsögu, það
stóðst reglurnar eða stóðst þær ekki og um það þurfti ekki
framar vitna við. Þessir dómar náðu skamt. Reglurnar voru
att°f fábreyttar fyrir fjölbreytni skáldlegrar ímyndunar, og
sumar vafasamar í sjálfu sér. Fyrir skilning lesandans var
úíð gert. Samt áttu þeir mikinn þátt í því að temja hinar
uýrri þjóðtungur og gera þær nokkurn veginn jafnskýrar og
Sagnorðar forntungunum. Frakkneskan komst lengst í þessu
efni- enda var aðhaldið þar strangast. — Með sögu-stefnunni
tóku ritdómar þeim breytingum, að meir var hugsað um að
skilja ritið en dæma, og einkum grafizt fyrir, hvernig það
Væn til orðið, rætur þess í eðli og reynslu höfundar. Ef litið
er aðeins á verk sem heimild um mannlegt sálarlíf, þá skiftir
uunna, hvort gerð og búningur er fullkomið.
Auðvitað var þessari skýringar-aðferð mest beitt við eldri
rit- En hún hafði líka mikil áhrif á dóma um samtíma-bók-
^entir. Að sumu leyti voru þau áhrif til stórbóta. Þau gerðu
re9lurnar fjölbreyttari og sveigjanlegri, heimtuðu bæði meira