Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 10
6
EIMREIÐIN ÞRÍTUG
EIMREIÐIN
Þessir voru þá stofnendur ritsins, og fékst hlutaféð að mestu
innborgað á fyrsta ári, en þó ekki að öllu leyti. Þannig gat
sFélagið nafnlausa« aldrei greitt hluti sína að fullu. Félag
þetta hafði sálast í Kaupmannahöfn, en átti fáeinar krónur í
sjóði og nokkrar útistandandi skuldir, sem það ánafnaði stofn-
sjóði Eimr., um leið og það skildi við.
Fyrstu tvö árin, sem Eimr. kom út, stóðu
þessi orð á titilblaði hennar: Útgefendur:
Nokkrir Islendingar. Að vísu var svo ákveðið, eins og áður
er sagt, að ritstjórinn annaðist einn bæði ritstjórnina og alt,
sem að útgáfunni lyti. Mun þetta því fremur hafa verið sett
á titilblaðið af því, að þetta var gömul venja frá eldri Hafn-
artímaritum, sem líklegt var að mundi reynast aðlaðandi, en
ekki spilla. En til sanns vegar mátti þó færa, að allir þeir
væru útgefendur, sem lagt höfðu fé í ritið. Hitt kom brátt í
ljós, að hlutaféð var of lítið. Kom það sér því vel, að rit-
stjórinn hafði sjálfur lánstraust. Hann hafði líka einn allan
veg og vanda af útgáfunni, og enginn annar kom þar nærri.
Tíu fyrstu árin var ritið talið eign nokkurra íslendinga, en
1905 innleysti ritstjórinn öll hlutabréfin, svo sem hann hafði
áskilið sér rétt til að gera með ákvæðisverði, hvenær sem
hann óskaði þess. Rétt þenna notaði hann sér þó ekki nema
hvað innlausnina snerti, því hluthafar fengu 20°/o í ágóða af
bréfum sínum, fyrir þetta tíu ára tímabil, að undanskildum
tveim hluthafanna, sem höfðu áður fengið sína hluti innleysta
með ákvæðisverði. Varð ritstjórinn því algerlega eigandi
Eimr. frá árinu 1905.
Aður en Eimr. hóf göngu sína, hafði það ekki
verið siður íslenzkra blaða eða tímarita að
borga ritlaun, nema hjá Bókm.fél. og Þjóðvinafél. Eimr. tók
þegar upp þann sið að greiða mönnum að jafnaði þóknun
fyrir það, sem nothæft þótti til birtingar. Ritlaunin voru ekki
há, en voru greidd með það fyrir augum, að mönnum myndi
þykja nokkud betra en ekkert. Eftir að Eimr. fluttist heim til
Reykjavíkur tók hún upp þann sið að greiða ritlaun eftir
mati, þannig, að greiða vel fyrir þær ritgerðir, sem ritstjóra
Ritlaun.
Rekstur.