Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 93
E'MReiðin
RITSJÁ
89
Qefðu mér blóm úr heimahögum,
hreina, litla afhending.
^ rúm Ieyfði, uæri gaman að flytja fleiri sýnishorn ljóða þeirra
S^sfranna. En nú skal staðar numið, enda munu flestir ljóðavinir þessa
^ands þegar hafa aflað sér bókarinnar sjálfrar. Þeir, sem eiga það eftir,
*,tu að gera það sem fyrst, ef bókin er þá ekki uppseld.
Orn Arnarson er gamall kunningi lesenda Eimreiðarinnar og mætti
Siarna kasta dulargerfinu, því ekki þarf hann að fela sig fyrir kvæði sín.
^ann kallar þau lllgresi, en það er rangnefni, því Iítið er um illgresi í
Þessari bók. Kvæðin eru létt og lipurt ort, og í þeim flestum er kátína
°S Sræskulaus fyndni, enda er höfundurinn stundum með afbrigðum orð-
^Ppinn. Yrkisefnin eru flest smá, en oftast verður höf. eitthvað úr þeim.
^em dæmi má nefna kvæði eins og Refur, Hænsni, Bókin, Mannaþefur,
®nSulseyri, Meyjarfegurð o. s. frv. Svo haglega er slegið á tilfinninga-
strengi lesandans í þessum ljóðum, að manni blandast ekki hugur um,
að hér sé sérkennilegt skáld á ferðinni.
Kveðjur Davíðs frá Fagraskógi eru með sömu kostum og fyrri ljóð
^ans> en gallarnir færri. Yfirleitt finst mér honum vera að fara fram.
^að er sami funinn í kvæðum hans og áður, sama eirðarleysið og þráin
e^'r að lifa og njóta, leita og finna, en bak við allan þennan ofsa og
hsmhleypugang leynist viðkvæmni og sársauki, svo að við Iiggur stundum
að verði að lífsleiða.
Es berst fyrir bylgjum og stormi
frá landi til lands.
bið ekki lýðinn um lof
e5a lárviðarkrans.
^9 þrái að vera með vinum,
°S þó er eg alstaðar einn,
alstaðar útlendingur
og alstaðar förusveinn.
Kvæði mín eru kveðjur.
Brimið brotnar við naust.
Eg kom að sunnan í sumar
og sigli í haust.
^annig kemst hann að orði í inngangskvæði bókarinnar. Mörg Ijóðin
eru einmitt myndir og minningar frá þessum ferðum skáldsins eða í
Sambandi við þær, svo sem Feneyjar, Tvær erlendar götumyndir, Lapi
s’ í öðrum bregður hann upp myndum af liðnum atburðum og
m°nnum, aIt á skýran og áhrifaríkan hátt. Enda er það Davíðs sterk-
3S,a hve vel honum tekst að draga upp hverja myndina af annari
^annig, ag lesandinn geti lifað viðburðina í huganum. Ðezta kvæðið í
'5ustu bók hans var kvæðið Með lestinni, einmitt vegna þess, hve
mVndauðugt það
var og vel felt saman efni og kveðandi. Og eitthvert
ez,a kvæðið, ef ekki það bezta, í Kveðjum er kvæðið Messalína, sem