Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 32
EIMREIÐIN
Hallvarður í Nesi.
(Minningaslitur).
Það mundi vera fæsf, er gleymskan gæti ekki látið fölva
yfir fyr eða síðar.
]afnvel hugstæðustu viðburðir, er svo hafa tekið tilfinningar
manna og minni, að sízt virðist los á, verða eigi sjaldan
kafðir í fölva gleymskunnar, þegar stundir líða.
Þessu líkt var því háttað hjá mér með minninguna um
Hallvarð í Nesi.
Hallvarður var látinn fyrir átta árum. Eg hafði verið við
andlát hans og það hafði fengið mér býsna mikils. Lengi
hafði það verið mér svo minnisstætt, að líkast var, að eg
mundi ekki fá það slitið úr huga mér. En það fór þó um
það sem margt annað. Fok breytinganna eða rás viðburðanna
hafði látið yfir þetta fölva. Eg hafði, sannast sagt, lítið um
þetta hugsað tvö eða þrjú síðustu missirin.
Þá bar svo til, að eg fekk bréf frá Þorgerði ekkju Hall-
varðs, sem bjó í Nesi eftir hann.
Bréfið var á alla lund almenns efnis og ekki var þar einu
orði á Hallvarð minst.
En þegar eg nokkru síðar rendi augum aftur yfir bréfið,
reyndar af hendingu, rak eg mig á þessi orð: »Varla er nú
á heimilinu hross, er reitt sé bæja milli, hjá því sem var«.
Það mun ekki verða öllum þegar skiljanlegt, að þessi orð,
svo íburðarlítil sem þau eru, gætu umsvifalaust vakið hjá þeim,
sem las þau, minningar um tryggan vin og fráfall hans. En
þó var því í rauninni svo varið, að þau ein sviftu hjúpi
gleymskunnar af minning minni um Hallvarð í Nesi.
Alt raðaði sér þegar í stað íyrir hugskotssjónir mínar,
æska okkar Hallvarðs, glaðlyndi hans og manndómur. Hann
stóð mér fyrir hugaraugum stór og karlmannlegur og fríður
sýnum, sviphreinn og svipstór, íturvaxinn og efldur. Og ekki
var mér horfin úr huga prúðmenska hans eða þá það, að