Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 22
18
KYNGÆÐI OG KYNSPILLING
EIMREIÐIN
þjóðin erft, til sálar og líkama. Kynslóðirnar hafa fleytt þeim
eftir öldum tímans. Eins og laufblöð að hausti hafa þær verið
skammlífar og fallið í valinn hver af annari, en líf kyns-
ins er síungt, eins og laufblöðin á vorin, og þaðan stafar
þrekið og þolið. Oáran getur þó eigi síður tekið kynið en
landsfólkið, sem af því sprettur, og grípi hún um sig í gró-
andanum, standa stofnarnir berir og kulnaðir eftir. Kynið
deyr út.
Meðal einkenna þessa kyns er hár og þreklegur líkams-
vöxtur, ágæt karlmenska og góð sálaratgerfi. Þessir kostir
ásamt mörgum, sem eigi er tök á að lýsa hjer, hafa verið
arfgengir í beztu ættum kynsins. Eðlilega hefur einnig margt
misjafnt slæðst með í kyninu, og það hafa líka kynslóðirnar,
þær af lakari endanum, tekið í arf. Göfugmenska og höfðing-
lund er arfgengt ekki síður en illmenska og smásálarskapur,
leið og ófrjó leti eigi síður en ágæt karlmenska. Hneigðir til
sjúkdóma, mismunandi að skaðsemd fyrir einstaklinga, ættir
og kyn, hafa einnig gengið í arf.
Einstaklingshyggja landsmanna hefur jafnan verið meir í
hávegum höfð en ættarhyggjan.
Einstaklingsdropinn, hér og víðar, álítur sig sjálfstæða heild,
sjálfum sér nógan. Menning síðastliðinnar aldar gerði mikið
að því að blása að þeim glæðum, og mun lengi eima eftir
af. Háðir eru þó einstaklingarnir og öll hérvist þeirra lífsins
Stórasjó. Ættirnar sem í hann falla eru meira virði en þeir.
Efling ættanna hefur þó jafnan verið látin sitja á hakanum.
Ef lífheildin á að blómgast og dafna, verður að koma hér
breyting á. Til eflingar henni verður að leggja áherzlu á að
hlúa að því, sem bezt er í fari góðra ætta, og að það nái sem
mestri útbreiðslu og yfirhönd. Hér standa íslendingar öllum
öðrum þjóðum betur að vígi. Þjóðin hefur frá öndverðu haft
hugboð um þetta og því iðkað mannfræði og ættvísi. Úr
þeirri námu mætti, ef rétt væri að farið, ausa þjóðargulli,
sem er öllu æðra og betra.
Af ágætum mannlýsingum má kynnast kostum og löstum
forfeðranna um margar kynslóðir, því sem er eftirsóknarverðast
fyrir líf ættanna og kynsins, og eins hinu, sem úr því dregur
og forðast ber. Þessi fræði hljóta síðar meir, þegar mannvit