Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 46
42
VÍSINDI, SÁLARRANNS. OQ KIRKJA eimreiðin
seph McCabe hóf fyrstur máls. Hann byrjaði með því að
lýsa út frá sínu sjónarmiði, hvernig hugmyndin um andaheim-
inn væri tilkomin. Hún væri fram komin fyrir barnalegar hug-
myndir frumbyggja jarðar um skuggann sinn! Menn hefðu
þegar í öndverðu veitt því eftirtekt, að líkamir manna vörp-
uðu frá sér skuggum. Þar væri að leita fyrstu orsakar til
þess, að menn tóku að trúa á tvöfaldan persónuleik í hverj-
um einstakling. Síðar hefðu myndast um þetta trúarsetningar,
prestar hefðu flutt hugmyndina yfir á annað líf — og annan
heim, sem helzt væri að leita einhversstaðar á himnum uppi.
Því næst rakti hann sögu vísindanna, sýndi hvernig vísindin
hefðu kollvarpað hinni barnalegu lífsskoðun trúarbragðanna.
Að síðustu var svo komið í lok 19. aldar, að menn voru
farnir að halda í fullri alvöru, að dagar trúarbragðanna væru
taldir. Miljónir manna voru hættir að trúa á annað líf, þegar
höggin taka illu heilli að dynja á veggjum verandinnar, og
andahyggjan kemur til sögunnar.
Því næst sneri ræðumaður sér að hinum dulrænu fyrir-
brigðum. Kom þegar í ljós, að hann bygði eingöngu á sögu-
sögn annara, en hafði sjálfur ekki rannsakað fyrirbrigðin.
Hann lýsti þau flest svik, krafðist sterkari sannana fyrir þeim
en vant væri að heimta í raunvísindum, svo sem í eðlisfræði,
efnafræði og læknisfræði, leitaðist við að sanna, að miðlarnir
D. D. Home og Eusapia Palladino hefðu verið svikarar, tók
nokkrar fyrirburðasögur úr ritum mótstöðumanns síns og fleiri
andahyggjumanna, véfengdi þær eða krufði til mergjar, og
lauk máli sínu með áskorun til áheyrenda um að láta sér
nægja þann heim, sem þeir þektu og gætu stjórnað. I þess-
um heimi væru svo mörg göfug og háleit viðfangsefni, að
nóg væri að starfa fyrir hvern einasta mann. Leitin út yfir
líkamsdauðann væri ekki annað en gagnslaus sóun á orku
og áhuga, sem beita ætti í baráttunni fyrir þessu lífi. Hafði
ræðumaður talað í fjörutíu mínútur og skyldi mótstöðumaður
hans tala jafnlangan tíma.
Röksemdaleiðsla ]. McCabe er öll hin fimlegasta. En það
kemur þó fljótt í ljós, að hann skortir persónulega reynslu í
málinu, sem hann er að ræða um. Og þetta gægist fram hjá
mörgum þeim, sem einna ákafast hafa andmælt. Rökskekkj-