Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 47
eimreiðin VÍSINDI, SÁLARRANNS. OQ KIRK]A
43
urnar leyna sér því ekki. Eða getur t. d. verri vítahring en
þann að segja, að fyrirbrigði geti ekki gerst af því það sé
m°ti lögmálum náttúrunnar? Vér könnumst hér heima við vé-
íréttina frá Kristjaníu (nú Osló), þegar fræðimennirnir norsku
voru að gera þar tilraunir með danska miðilinn Einer Nielsen
hérna um árið. Eftir rannsókn sína á honum, rannsókn, sem
bæði var stutt og háð slæmum skilyrðum, lýstu fræðimenn-
irnir því yfir, að Nielsen væri svikari, og að útfrymið, efni
það, sem streymir frá miðlum, væri ekki til. Einn þeirra sagði
1 ræðu, að enginn gæti verið vísindamaður í náttúrufræði og
jafnframt lýst yfir því, að teleplasma (útfrymi) sé til. Tele-
Plasma non est! (útfrymi er ekki til) mælti annar þessara
manna af miklum lærdómi á latneska tungu. Þessi og þvílík
Bakkabræðravizka þeirra í Kristjaníu hafði þó ekki sýnileg
áhrif út um heim. Allir, sem rannsakað hafa miðlafyrirbrigði
að staðaldri, vita, að útfrymið er til.
Sir Arthur Conan Doyle stóð að því leyti betur að vígi en
mótstöðumaður hans, að hann gat tilfært dæmi úr eiginni
reynslu, staðfest af vitnum, máli sínu til sönnunar. Það eina
atriði reið baggamuninn. I deilunni um D. D. Home stóðu
báðir líkt að vígi, því báðir bygðu að mestu á annara sögu-
sögnum, þótt flestir, sem á annað borð kynna sér það mál
ut í æsar, muni sannfærast um sakleysi þessa merka miðils.
Um Eusapiu Palladino er það kunnugt, að mjög merk fyrir-
örigði gerðust í návist hennar. Og þrátt fyrir mikla viðleitni
tókst aldrei að sanna til fullnustu, að hún fremdi vísvitandi
svik. Sir Arthur hóf mál sitt með því að lýsa yfir því, að
hann bæri djúpa virðingu fyrir hverjum alvarlega leitandi
efnishyggjumanni. Hann hefði sjálfur verið efnishyggjumaður
tyrir fáum árum. En hann bætti þessum orðum við: »Sama
aflið, sem breytti mér úr rétttrúnaðarmanni í efnishyggjumann,
hefur nú knúð mig frá efnishyggju og gert mig að anda-
hyggjumanni. Eg hef ávalt þrætt braut reynslunnar og reynt
aö framfylgja því einu, sem eg vissi sannast og réttast. Eg
homst að raun um, að efnishyggjan var ekki úrslitalausnin,
heldur aðeins áfangi á leiðinni frá trú til vissu*.
Eftir að ræðumenn höfðu talað í fjörutíu mínútur hvor,
föluðu þeir tvisvar aftur, fimtán mínútur í hvort skifti, og