Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 65
EIMREIÐIN
UM RITDÓMA
61
°3 eru samt sem áður ekki nema hálfsannar. Hvað sem
skáldin kunna að segja, þegar á þeim er móðurinn, yrkja þau
fyrir aðra menn, lesendur og áheyrendur. Hvort sem þau
r'sa öndverð gegn samtíð sinni eða leiða eldri tilraunir fram
fff fullkomnunar, er mjög undir því komið, hvernig þjóð þeirra
bregzt við. Rithöfundur er í sífeldri samvinnu við lesendur
s>na. Og hann þarf að vera ofurmenni til þess að halda stefn-
Unn> á hæsta mark, ef hann hvorki á von á, að það sem
hann gerir vel verði skilið og lofað, né hismið skilið frá
hueitinu, ef hann lætur alt fjúka. En einmitt ofurmennin eru
°ff fúsari en miðlungarnir að viðurkenna skuld sína við rit-
dómara og lesendur. Þau finna af djúpsæi sínu, að tækifærið
hefur skapað þau meir en að hálfu. Á sumum öldum er ekki
neins fyrir snillinga að fæðast. Þegar þjóðlífið er fátæklegt
°9 stirðnað, geta stórgáfur veslast upp eins og eikarteinungur
’ urtapotti.
En nú verður að gæta þess, að minst af lifandi bókment-
Um hverrar þjóðar er verk afburðamanna. Mest er blátt áfram
v>nna góðra starfsmanna, sem leggja hver til sinn litla skerf,
en eiga allir til samans ómetanlegan þátt í því að halda sam-
bengi bókmentanna órofnu. Þeir eru eins og lágur fjölgróður,
sem verndar landið frá því að blása upp og skýlir ungviði
ejkanna. En ef þessir menn vanda ekki verk sitt, eru þeir
e*nskis virði. Þá skapast sannar hnignunar-bókmentir, þar sem
efni og form er hvorttveggja jafnlítils virði. Það er hlutverk
r>fdómara að gæta þess, að ekki sé slakað til á neinu, sem
s]álfrátt er. Og enginn skyldi saka þá um það, þó að þeir sé
‘haldssamir og geri snillingunum í fyrstu torsótt, ef þeir vilja
r)ufa meiri skorður en góðu hófi gegnir. Það er ekki þróttin-
Um til miska, þótt andstaðan sé svo mikil, að á öllu þurfi að
l^ka. Ungt skáld, sem kveinar og kvartar undan aðfinslum
^tdómara, sannar með því, að það sé ekki á vetur setjandi.
ae getur verið undir kröfunum komið, hvort ungt skáld
r*ðst í að lyfta Fullsterk á stall eða leika að smásteinum í
ofa sínum, hvort hann verður Geysir eða Oþerrishola. Mein-
aust og meiningarlaust skjall getur dregið doða á mikla hæfi-
eiks, aðfinslur ekki, jafnvel þótt strangar sé og ekki gerðar
‘ f fullum skilningi.