Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 55
eimreidin VÍSINDI, SÁLARRANNS. OG KIRKJA 51
nerkingu þá, sem andahyggjumenn leggja alment í orðið trú.
Trúin grundvallast fyrst og fremst á opinberuðum sannleika,
sem er að finna í ritningunni. Kristnir menn trúa á opinberun
Suðs í Jesú Kristi. Trú þeirra er starfandi afl, sem knýr til
dáða. Sannindi trúar eru skjallega staðfest í ritningunni, alveg
eins og sannindi vísinda eru »skjallega« sönnuð í náttúrunni.
Það er ennfremur ekki rétt, að skoðanir trúaðra manna á
lífinu eftir dauðann séu eins fjarri skoðunum andahyggju-
nianna eins og Sir Oliver Lodge lætur í veðri vaka. Þessu
sönnunar bendir Hardy á letranirnar í rómversku neðan-
larðarhvelfingunum (katakombunum), sálumessurnar og bænir
fyrir hinum framliðnu, svo og á þá sannfæringu kristinna
manna af öllum trúflokkum, að Kristur hafi leitt í ljós lífið
°S ódauðleikann, gefið öllum sönnum lærisveinum sínum fyrir-
heit um eilíft líf.
Þó að kristin kirkja geti ekki samkvæmt eðli sínu verið
andstæð vísindalegum rannsóknum á dularöflum sálarlífsins,
er ekki hægt að 'telja henni það til ámælis, þótt hún fari
varlega í að viðurkenna árangur þeirra. Sálarrannsóknamenn
eru ekki allir fylgjandi andahyggju, þótt þeir viðurkenni, að
fyrirbrigðin gerist. Kristnir menn, að minsta kosti hinir gáf-
a5ri, hafa áhuga fyrir sálarrannsóknum. Það er rangt að
halda því að fólki, að þeim sé sama um þær, þó að trú þeirra
a eilíft líf grundvallist á öðrum staðreyndum en þeim, sem
sálarrannsóknamenn hafa leitt í ljós. Sumir andahyggjumenn
hafa snúið baki við kristinni trú og reynt að stofna til trúar-
a9reinings. Kristin kirkja mun varna þessu eftir föngum. Anda-
hyggjan leggur mesta áherzlu á lífið eftir dauðann. Kristin
hirkja getur ekki fórnað þannig heildinni fyrir eitt einasta
atr»ði. Hún er því jafn andstæð eins og t. d. að gera and-
egar lækningar eða jafnaðarmensku að meginkjarna kristin-
áómsins. Stofnandi kristninnar var hvorki jafnaðarmaður, læknir
eða andahyggjumaður. Hann var miklu meira. Hann lét sig
Varða lífið frá öllum hliðum og í heild, en gerði aldrei eina
serkenningu að hjáguði á kostnað annara jafn nauðsynlegra
eða enn nauðsynlegri lífskenninga.
En það eru hætturnar við andahyggjuna, sem kirkjan verður
P° um fram alt að vara við. Það getur stafað mikil hætta af