Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 31

Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 31
eimreiðin ÞÓRARINN B. ÞORLÁKSSON 27 fjallgarða og málaði ókyrð sína og leitun að samstillingu hug- ans og náttúrunnar í þungu skýjafari, heldur vafðist blámóða fjarskans um sál hans og hann leitaði inn í auðnir óbygð- anna, þar sem loftið er milt og hreint, vötnin tær og spegil- slétt og blámans fang vefst um alla tilveruna. Og enn liðu árin. Hann laugaði nú sjálfan sig á hverju sumri í fegurð og kyrð íslenzkrar náttúru og reyndi að tengja stórfengleik fjallanna, hátign jöklanna og mildi vatnanna í myndum sínum. I einni þeirra fór hann út yfir takmörk bundins efnisvals til þess að ná þessu samræmi. Og hann fann kvöldskuggana færast inn í sál sína. Ókyrð hins fram Sjarna manns var horfin, hann leitaði ekki lengur að sjálfum sér uppi um fjöll og firnindi, en fann í ásýnd hins smæsta ímynd hins stærsta. En beygur, kvíði, fór um sál hans, hann fann æfilok nálgast og hann málaði sjálfan sig, lítið meistaraverk, er sýnir lífsreynslu hans: athygli og ígrundun manns þess, er hefur lifað og barist fyrir hugsjónum sínum, en stendur nú á vegamótum lífs og dauða; öll fortíðin rennur saman við hina miklu óvissu, sem framundan er. Loftið var milt og hreint. Laugardalurinn var blómum vaf- mn, einstök grös voru farin að sölna og fengu þann milda haustblæ, er semur frið milli sumars og vetrar. í vatninu spegluðu blómin sig, en í fjarska risu fjöllin há og tíguleg eins og varðmenn kyrðarinnar. Nokkur augnablik liðu og frömuður og brautryðjandi íslenzkrar málaralistar hvarf yfir takmörk hins skynjanlega heims. Alexander Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.