Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 6
2
EIMREIÐIN ÞRÍTUG
EIMREIDIN
unnið að undirbúningi þessa máls, var dr. Valtýr Guðmundsson,
er sjálfur varð fyrsti ritstjóri Eimreiðarinnar og ráðsmaður.
En það var og annað, sem einkum reið bagga-
muninn, að nokkuð varð úr stofnun slíks tíma-
rits. Á alþingi 1894 var dr. Valtýr framsögumaður í járn-
brautarmálinu svonefnda, og varði hann málið svo ötullega,.
að honum tókst að koma því gegnum þingið, þó að ýmsir
mestu mælskumenn þingsins og gamlir þinggarpar hömuðust
á móti því. Málið var alment kallað »stóra málið«, því það
vakti öldur í hugum manna, svo margir fóru að rumskast og
hugsa hærra en áður, enda þótt öðrum ofbiði og teldu járn-
brautarmálið ótímabært og nánast skýjaborgir tómar. Stjórn-
inni og andstæðingum málsins tókst að koma því fyrir kattar-
nef, þótt það kæmist í gegnum þingið. En það er vart of-
mælt, að margt mundi nú öðruvísi á Islandi en er, ef við-
hefðum þá (fyrir þrjátíu árum) fengið járnbrautir og þær tíðu
skipagöngur bæði umhverfis landið og til útlanda, sem þá
voru í boði samkvæmt frumvarpinu.
»Stóra málið« mun hafa hert á hinum unga
þingmanni með að vinna að stofnun nýs tíma-
rits, enda kemur það beinlínis fram í nafni
því, sem hann valdi ritinu, að það var járnbrautarmálið, sem
honum lá þyngst á hjarta. Má vera, að þingvísan, sem upp-
kom meðan járnbrautarmálið var til umræðu á þinginu 1894,
og mun vera eftir próf. Ðjörn Olsen, hafi og átt nokkurn
þátt í nafninu. Vísan er svona:
Valtýr eimreið fer um frón,
flýgur ]ens í Ioftballón;
klaernar brýna loðin ljón:
Laugi, Bensi, séra ]ón.
Hefur dr. Valtýr viljað láta ásannast, að hann þeysti á eim-
reið yfir landið, þótt í nokkuð öðrum skilningi yrði en vísan
átti við. Það kemur og fram undir eins í I. hefti ritsins, að
ritstjórinn hefur viljað vinna járnbrautarhugmyndinni gagn
með því. Ritið hóf göngu sína með kröftugri »agitations«-
grein fyrir því máli: „Járnbrautir og akbrautir“ (Eimr. I,
Nafnið og
stefnan.
,Stóra málið‘.