Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 51
Eimreiðin VÍSINDI, SÁLARRANNS. OG KIRK]A
47
nokkuð það óskeikult, sem berst oss fyrir milligöngu manna,
hvort sem er ritning, kirkja eða vitranir miðla.
Það er jafnmikil heimska að trúa á bókstafsinnblástur
heillar bókar, eins og biblían er, eins og að neita því, að
sum rit hennar séu til orðin fyrir guðlegan innblástur. Forn
helgirit eru full innblásturs og bera sálrænum sannindum
vitni svo að segja á hverri síðu.
Draumar eru ein tegund hinna sálrænu fyrirbrigða og síð-
ast en ekki sízt sjálfur dauðinn. Flestir sálárrannsóknamenn
hafa smámsaman sannfærst um framhaldstilveru einstaklings-
ins eftir dauðann.
Segja má að þetta sé engin ný uppgötvun, því nálega öll
írúarbrögð hafa haldið hinu sama að mönnum frá alda öðli.
En hér er þó munur á. Trúarbrögðin hafa kent þetta sem
trúarsetningu. Sálarrannsóknirnar hafa sannað þessa trúar-
setningu vísindalega. í bókmentum trúarbragða er fjöldi frá-
sagna um framhald lífs. En kenningin hefur aldrei verið nægi-
lega viðurkend. Henni hefur lítt verið beitt til huggunar sorg-
ttiasddum og þjáðum. Og enn minna hafa menn vitað um,
hvernig framhaldslífinu er varið. Trúin á annað líf hefur verið
lotningarfull en veik, svo veik, að menn hafa alment ekki
horað að treysta henni. Fæstir hafa hlotið huggun þá, sem
þekkingin veitir. En með sálarrannsóknunum hefur ekki að-
eins verið leitt í ljós, að maðurinn lifi eftir líkamsdauðann,
heldur hefur einnig verið sýnt fram á, að hann starfi áfram
°9 að hægt sé að koma á sambandi milli heimanna. Þetta
hann að verða dregið í efa. Enn eru til rannsóknamenn, sem
ehki hafa látið sannfærast. En eg er viss um, að áframhald-
andi rannsóknir muni færa öllum heim sanninn um þetta.
Þrjár meginskoðanir eru ríkjandi um dauðann: Sú er fyrst,
a& dauðinn sé endir alls, einstaklingsveran sé úr sögunni við
andlátið, lífið slokkni um leið og heilinn hætti að starfa,
^naðurinn sé ekkert nema líkaminn, í gröfinni leysist hann
UPP og rotni, frumefni hans gangi síðan í ný efnasambönd,
u°i persónulegt vitundarlíf eftir andlát líkamans geti því alls
ekki verið að ræða. Þetta er skoðun efnishyggjumannsins.
^argir þeir, er leggja stund á lífeðlis- og líffærafræði, svo