Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 13
EIMREIÐIN
EIMREIÐIN ÞRÍTUG
9
bókmentir þeirra var ritað í útlöndum. Ef telja skyldi upp í
stuttu máli það merkasta, sem birtist í Eimr. á Hafnarárum
hennar, mætti t. d. benda á þetta:
1. I skáldskap eru vafalaust merkust kvæði Þorsteins Er-
lingssonar í Eimr. I—II, ennfremur ýms kvæði eftir
Matth. Jochumsson, Stgr. Thorsteinsson, nokkur eftir
Valdemar Briem og ennfremur Guðmund Friðjónsson.
2. I bókmentum munu merkastar greinir: Nútiðarbókmentir
Norðmanna eftir Björnstjerne Björnson (Eimr. IV, 31)
og Nútíðarbókmentir Dana eftir Henrik Ussing (Eimr.
IV, 161).
3. I skólamálum mætti einkum nefna grein ]óns Aðils:
Alþpðuskólar í Danmörku (Eimr. VIII, 4), sem mun
hafa átt góðan þátt í að vekja menn til umhugsunar um
lýðháskólastefnuna. Vmsar greinir mætti og nefna um
latínuskólann, sem telja má að haft hafi nokkra þýðingu.
4. I Iandsmálum má einkum benda á ritgerðina: Landsrétt-
indi Islands og stjórnarbarátta (II, 1) eftir ritstjórann.
Með þeirri grein var hafin ný stefna í stjórnarbótarmálinu.
5. I fjármálum eru þessar ritgerðir merkar: Um skattamál
fslands (X, 161), Embættisgjöld fslands (XI, 1) og
Landsbankinn og /andfógetinn (III, 144).
6. Af fræðandi greinum má benda á þessar: Framfarir Is-
lands á 19. öldinni (VI, 202), Framfærsla og sveitar-
stjórn á þjóðveldistímanum (IV, 19 og 97), Skjaldmerki
íslands (XXII, 157), íslenzkar iðnaðarti/raunir (I, 19)
og Mór (XI, 31 og 161).
7. Af skemtandi greinum skal bent á Hafnarlíf I—V (Eimr.
I, 61, II, 20, III, 136) eftir Jón Aðils, sem er framúr-
skarandi skemtilega rituð grein, og Reykjavík um alda-
mótin 1900 eftir Ben. Gröndal.
Að sjálfsögðu mætti benda á margar fleiri ritgerðir í Eimr.
frá Hafnarárunum, sem höfðu mikil og góð áhrif, en þetta
verður að nægja. Auk þess verður jafnan erfitt að fella gilda
dóma um áhrifin af andlegu verðmæti, sem almenningi berst
í ræðu og riti. Andleg frækorn, sem sáð er í mannssálir,
þurfa jafnaðarlegast lengri þroskatíma en þau frækorn, sem
sáð er í jörðina, áður en þeim skýtur upp og þau taka að