Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 72
68
UM RITDÓMA
EIMREIÐIN
Aftur á móti er það tóm firra, að íslenzkar nútíðarbók-
mentir sé lélegar. Hér hefur á síðustu árum verið skapað svo
mikið af merkilegum bókum, að furðu sætir, og ný svið verið
numin fyrir íslenzka tungu og hugsun. Vér getum með nýrri
reisn og framtaki í þjóðlífi voru átt bókmenta-gullöld í vænd-
um, ef vér kunnum með að fara. Og nú vill einmitt svo ein-
kennilega til, að það, sem yngri kynslóð skálda vorra og rit-
höfunda virðist helzt skorta, er viljinn til áreynslu og takmörk-
unar.1) Því er ástæða til þess að ætla, að meira aðhald
ritdómara og almennings kæmi í góðar þarfir. Þá myndi
einnig miðstöð fyrir bókmentalíf vort, sem reyndist réttlát og
sannorð, skjótt eyða þeim kala, sem nýlega hefur tekið að
brydda á í garð hinna nýju bókmenta, áður en þjóðin biði af
því höfuðtjón. Og það eitt, fyrir utan alt annað, sem slíkt tímarit
gæti gert til smekkbóta og menningar, yrði seint fullmetið.
VII.
Eg sagði í upphafi þessa máls, að vér Islendingar gætum
ekki látið oss það í léttu rúmi liggja, að lítilsvirðing á bók-
mentum og vantraust, sem leiddi til vanrækslu, breiddist út
með þjóðinni. Bókmentirnar hafa verið vor andlega svalalind
og arineldur, þegar vér áttum ekki kost á neinni annari list
né skemtun í fátækt vorri og fásinni. Og enn í dag eru þasr
líftaugin í menningu sveitabúa, og reyndar hvers sannarlegs
Islendings. Þjóðin hefur snemma kunnað að meta þetta og
þakka, og aldrei hefur verið betur komið orðum að því en í
formála einnar fornsögu vorrar, Þiðreks sögu: »En flestir
skemtanarleikir eru settir með erfiði, en sumir með miklurn
fékostnaði, sumir verða eigi algervir nema með mannfjölda,
sumir leikar eru fárra manna skemtun og standa skamma
stund, sumir leikar eru með mannhættu. En sagna skemtun
eður kvæða er með engum fékostnaði eða mannhættu. Má
einn þar skemta mörgum mönnum, sem til vilja hlýða. Þessa
1) Nú er t. d. varla þýtt neitt af erlendum skáldskap, sízt stórvirki. UngU
skáldin vilja heldur nota braglist sína til þess aö yrkja um ekki neitt en
færast slíkt í fang. Þau ættu þó aö muna, að önnur eins skáld og Matt-
hías ]ochumsson og Einar Benediktsson hafa ekki vaxið meir á öðru en
baráttu sinni við að snúa erlendum snildarverkum á íslenzku.