Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1925, Síða 72

Eimreiðin - 01.01.1925, Síða 72
68 UM RITDÓMA EIMREIÐIN Aftur á móti er það tóm firra, að íslenzkar nútíðarbók- mentir sé lélegar. Hér hefur á síðustu árum verið skapað svo mikið af merkilegum bókum, að furðu sætir, og ný svið verið numin fyrir íslenzka tungu og hugsun. Vér getum með nýrri reisn og framtaki í þjóðlífi voru átt bókmenta-gullöld í vænd- um, ef vér kunnum með að fara. Og nú vill einmitt svo ein- kennilega til, að það, sem yngri kynslóð skálda vorra og rit- höfunda virðist helzt skorta, er viljinn til áreynslu og takmörk- unar.1) Því er ástæða til þess að ætla, að meira aðhald ritdómara og almennings kæmi í góðar þarfir. Þá myndi einnig miðstöð fyrir bókmentalíf vort, sem reyndist réttlát og sannorð, skjótt eyða þeim kala, sem nýlega hefur tekið að brydda á í garð hinna nýju bókmenta, áður en þjóðin biði af því höfuðtjón. Og það eitt, fyrir utan alt annað, sem slíkt tímarit gæti gert til smekkbóta og menningar, yrði seint fullmetið. VII. Eg sagði í upphafi þessa máls, að vér Islendingar gætum ekki látið oss það í léttu rúmi liggja, að lítilsvirðing á bók- mentum og vantraust, sem leiddi til vanrækslu, breiddist út með þjóðinni. Bókmentirnar hafa verið vor andlega svalalind og arineldur, þegar vér áttum ekki kost á neinni annari list né skemtun í fátækt vorri og fásinni. Og enn í dag eru þasr líftaugin í menningu sveitabúa, og reyndar hvers sannarlegs Islendings. Þjóðin hefur snemma kunnað að meta þetta og þakka, og aldrei hefur verið betur komið orðum að því en í formála einnar fornsögu vorrar, Þiðreks sögu: »En flestir skemtanarleikir eru settir með erfiði, en sumir með miklurn fékostnaði, sumir verða eigi algervir nema með mannfjölda, sumir leikar eru fárra manna skemtun og standa skamma stund, sumir leikar eru með mannhættu. En sagna skemtun eður kvæða er með engum fékostnaði eða mannhættu. Má einn þar skemta mörgum mönnum, sem til vilja hlýða. Þessa 1) Nú er t. d. varla þýtt neitt af erlendum skáldskap, sízt stórvirki. UngU skáldin vilja heldur nota braglist sína til þess aö yrkja um ekki neitt en færast slíkt í fang. Þau ættu þó aö muna, að önnur eins skáld og Matt- hías ]ochumsson og Einar Benediktsson hafa ekki vaxið meir á öðru en baráttu sinni við að snúa erlendum snildarverkum á íslenzku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.