Eimreiðin - 01.01.1925, Blaðsíða 73
EIMREIÐIN
UM RITDÓMA
69
skemtan má og hafa við fá menn, ef vill. Hún er jafnbúin
n°h sem dag og hvort sem er ljóst eða myrkt«. Sagnaritarinn
Qibbon sagðist ekki vilja selja ánægju sína af að lesa bækur
fyi'ir öll auðæfi Indíalands. Hann vissi ekkert jafndýrmætt, sem
keypt yrði fyrir fé. Eg veit ekki, hvort íslendingar, með þeim
sHðháttum og menningu, sem þeir eiga við að búa, eiga kost
a nokkurri. uppbót fyrir yndi sitt af ljóðum og sögum, ef þeir
missa það.
Auk þess eru bókmentirnar sómi vor, sverð og skjöldur.
^ær hafa gefið oss tilverurétt og sett oss á bekk menningar-
tióða. Með þær að bakhjalli, en hvorki hervald né fjármagn,
höfum vér orðið að semja við erlend ríki, og haft mál vor
fram. Og enn eiga þær að fá oss nýs frama. Heimurinn er
ekki auðugri að andlegum verðmætum en svo, að hann myndi
|aka því fegins hendi, ef vér kynnum að móta það dýrasta í
'slenzkri hugsun og reynslu í fullkomin listaverk. En til þess
seta slíkt, megum vér ekki lúta að litlu né hugsa eins og
kotungar. Vér verðum að gera bókment vora að heilagri
'þrótt, eins og skáldlistin var íslendingum forðum. En því
fylgir heilög vandlæting fyrir listarinnar hönd. — Mér
er sagt, að til sé flokkur manna, sem kosið hafi sér það
khitverk að greiða braut nýjum heimslausnara, hvenær sem
konum þóknaðist að fæðast. Þetta er fögur hugsjón, og svo
m*tti þeir menn vel hugsa, sem íslenzkum bókmentum unna.
^ir eiga að búa undir komu snillingsins: fá honum í hendur
rema, auðuga og tamda tungu, innræta honum frá barnæsku
otnmgu fyrir listinni og hlutverki hennar, um fram alt gefa
°num hæfilega erfiðleika að berjast við og ríkulega viður-
enningu, ef hann stenzt raunina. Mikið af þessu er á valdi
r’Hómara. Þeir eru vökumenn bókmentanna — og laun þeirra
eru að heyra fyrstir manna »hið fagra fótatak þess, sem sigur-
u°ðin ber«.
Sigurður Norda/.