Eimreiðin - 01.01.1925, Side 31
eimreiðin
ÞÓRARINN B. ÞORLÁKSSON
27
fjallgarða og málaði ókyrð sína og leitun að samstillingu hug-
ans og náttúrunnar í þungu skýjafari, heldur vafðist blámóða
fjarskans um sál hans og hann leitaði inn í auðnir óbygð-
anna, þar sem loftið er milt og hreint, vötnin tær og spegil-
slétt og blámans fang vefst um alla tilveruna.
Og enn liðu árin. Hann laugaði nú sjálfan sig á hverju
sumri í fegurð og kyrð íslenzkrar náttúru og reyndi að tengja
stórfengleik fjallanna, hátign jöklanna og mildi vatnanna í
myndum sínum. I einni þeirra fór hann út yfir takmörk
bundins efnisvals til þess að ná þessu samræmi. Og hann
fann kvöldskuggana færast inn í sál sína. Ókyrð hins fram
Sjarna manns var horfin, hann leitaði ekki lengur að sjálfum
sér uppi um fjöll og firnindi, en fann í ásýnd hins smæsta
ímynd hins stærsta. En beygur, kvíði, fór um sál hans,
hann fann æfilok nálgast og hann málaði sjálfan sig, lítið
meistaraverk, er sýnir lífsreynslu hans: athygli og ígrundun
manns þess, er hefur lifað og barist fyrir hugsjónum sínum,
en stendur nú á vegamótum lífs og dauða; öll fortíðin rennur
saman við hina miklu óvissu, sem framundan er.
Loftið var milt og hreint. Laugardalurinn var blómum vaf-
mn, einstök grös voru farin að sölna og fengu þann milda
haustblæ, er semur frið milli sumars og vetrar. í vatninu
spegluðu blómin sig, en í fjarska risu fjöllin há og tíguleg
eins og varðmenn kyrðarinnar. Nokkur augnablik liðu og
frömuður og brautryðjandi íslenzkrar málaralistar hvarf yfir
takmörk hins skynjanlega heims.
Alexander Jóhannesson.