Eimreiðin - 01.07.1936, Side 18
234
SÍÐASTA ORÐIÐ
EIMnEIÐlN'
Og á bcirnslega' opnum vörum
eins og nár af kossi lá. —
Arin hurfu. Hennar rómur
honum loks i gleymsku týndist, ■—
atlot máls, sem mýkja mundu
meistaranna strengjahljóm.
Aðeins það, sem ekki’ hún sagði,
alt af honum stœkka sýndist.
Oft liann reyndi i að ráða
orðsins hljóða leyndardóm.
Auðvelt reyndist alt að missa
af því, sem hún fyrrum sagði,
hamingjunnar gullna glingur:
glettni, kœti, hugljúft tál.
Bara síðasta, ósagða’ orðið,
er luín gekk i hurt og þagði,
eins og skuggi’ af förufugli
flökti’ um djúpin i hans sál.
Pað varð konan grunna’ og gljúpa,
er gekk á burt með síðasta’ orðið,
hún, sem tók það ldjóðlát með sér
heiman, er i sorg luin fór.
Fult af draumsins dularkyngi,
dýrri' og sárri, það er orðið,
og i mannsins augnaráði
órœð veröld, djúp og stór.
Oft um hljóða óttustundu
hann yfirgefur vinnuborðið,
hlustar, lýkur hœgt upp dyrum,
hefur við þœr langa bið,
rétt sem steinhljóð göngin gœtu
gefið honum týnda orðið —
seinlátt bergmál sent af miskunn
sál, er leggur htustir við.