Eimreiðin - 01.07.1936, Page 50
266
TVÖ KVÆÐI
eimreh>i!;
í skjálfandi dyn þeirra skógklæddu stranda
óx skáld þitt — í fjarlægð frá þér.
II.
Því eitt eru draumar og útþrá og sýnir
og annað skyldur og störf,
— og fátækir heimahagar þínir
hrópuðu’ í knýjandi þörf.
Sem góður sonur þú sintir því kalli,
og svar þitt var iðja þín.
Því búverkin heima við liús og á fjalli
þig heimtuðu allan til sín.
Og samt var sem altaf þér brynni i blóði
þin bernska og knýði á dyr,
svo andvöku-þreytan í logandi ljóði
fékk líf, eins og áður fyr.
En það braut þitt álit — og bæjablaður
þeir báru’ um þig, vor og liaust,
því tvískiftur maður er torskilinn maður,
og táp hans er örvunarlaust.
Við hvern þann, sem svo er af guði gerður,
er gengið í strangan rétt, — _
hann er einstæðingsmaður og er og verður
útlagi’ úr hverri stétl.
III.
A manna fundum og í fámenni bæði
varð framandi nærvera þín.
Þeir höfðu í skimpingum skáldskap og kvæði
— og skotruðu augum til þín.
Við þvílíkar kveðjur mun liugurinn harðna,
þar hæíir ei annað vel,
og dregur saman hinn særða kjarna
í sinni grjóthörðu skel.