Eimreiðin - 01.07.1936, Page 52
268
TVO KVÆÐI
eimbeiði!*
Ætlar þú að fara
um úthöfin og sundin?
Sjálfur er ég gestur,
og samt er ég bundinn.
Horfðu’ á veslings þrána
svo hljóða og l'eiga.
Eg kom ylir sjóinn
til að sjá þig og eiga.
Skipin mín ég brendi
eitt kvöld við kaldan ál.
Það var minn l'ögnuður
og fórnarbál.
Það með ljóðið og draunia°a
er liðið fyrir árum.
Minn gestur löngu hbríinn
á hafdjúpsins bárum.
Auða, liljóða strönd,
með ösku’ á steinum þínum,
skilaðu mér aftur
skipunum mínum!
Hvöt.
Itis upp til starfa, þú sem frelsið flýr
og finst þú ge^’mdur bezt á milli voða.
Og vittu, það mun rætast draumur dýr
á degi, sem að hefur sól til boða.
I.egg eyrun við, er ræðir sól við sveit;
gef sálu þinni lausn frá glyssins dómi.
lJvi það er vegsemd meiri’ en margur veit
að mega hlúa’ að einu jarðarblómi.
1 starfsins trausti treinist alt þitt böl,
sem taki stormsins hönd á gömlu ryki.
Vinn, þar til sál þin þakkar dagsins dvöl
með dáð, sem fagnar liverju augnabliki.
Vinn, jarðarbarn! Pví hátt er himins til.
Lát hug þinn reyna þroskans berg að klifa.
í*á mun að lokum brúa húmsins hyl
sú lijartans mikla þrá: Að starfa’ og lifa!
Gisli H. Erlend5*0