Eimreiðin - 01.07.1936, Page 104
320
BRÉF ÚR MYRKRI
eimreiði1'
og máttleysi. Það var gott veður, og fólkið fór til kirkju yAr
að Hofi. Það er kirkjurækið fólk hér og þykir vænt 11111
prestinn. Sj^slumaðurinn, kona hans og börn fóru og margt
fleira fólk, alt gangandi, þetta er svo stutt og slóð yfir slétt-
lendið. — Eg sat heima.
Vesalings bjálfinn! Þú ert lasinn. Þú ert kannske með tauga-
veiki eða heilabólgu og verður jarðsunginn eftir fáa daga-
Klukkurnar hringja þig til moldar í framandi landi. Þá get'
urðu með sanni sagt, að þú sért horfinn út í myrkrið. Maig|
fallegt verður sagt um þig, þér til lofs og dýrðar, halleluja-
Ég fór á fætur, ætlaði ekki að láta á neinu bera, en þegal
ég átti að borða, gat ég það ekki. Eg fölnaði, mér fanst
ég ætla að detta út af á stólnum. Dauðinn? flaug mér í huga>
og mér l'anst ég alt í einu einmana, allslaus. Ég hvarflað1
augunum ósjálfrátt þvert yfir horðið, til þeirrar, er sat þal’
en sá þá að allir horfðu á mig. Ég reyndi að halda jaf*1
væginu. Þetta var hlægilegt! Fólkið stökk upp. »Það er a
líða yfir hann«, sagði það, og Björn studdi mig inn í fla».
legu stofuna og kom mér þar fyrir á legubekk. Mér batna 1
þegar í stað. Eg brosti framan í þau og kinkaði kolli. ))Þetta
var vanalegt«, sagði ég, »ég hafði vanda fyrir þetta, og þal
batnaði alt af fljótt. Verið óhrædd, þetta drepur mig ekkn
ha, ha!« — Sýslumaðurinn sat kyr og hélt áfram að borða’
hann tók það skynsamlega eins og annað. »Björn, hjálp10
þér honum til að leggja sig út af«, sagði hann. Sagði ekkeit
annað og stóð ekki á fætur. Mér þylcir vænt um sýsluinan11
inn. Hann er skynsamur, hann kvelur ekki með meðaumkuu
og langar ekki heldur til að sjá mann falla í óvit eða deýja’
Það kemur honum ekki við. —
Fólkið fór aftur inn í borðstofuna, drengirnir biðu lengsl’
lærisveinarnir, sem þótti vænt um mig, til þess að sjá hvoit
ekki liði alveg yfir mig. »Hann er að roðna aftur«, hvísluð11
þeir, »já, hann er eklci eins fölur«. Þeir stóðu fram við 1
og skemtu sér ágætlega. —
Svo fór fólkið til kirkjunnar, allir nema Guðrún ganil’1’
Imba og fjármennirnir. Það varð þögn í bænum, það 'aI
værð í mér, einnig þögn, og mér leið vel. Ég var enn í töju
liinna lifandi, og mér þótti vænt um það. Ég gat hal