Eimreiðin - 01.07.1936, Side 105
p-imreiðin
BRÉF ÚR MYRKRI
321
fei'ðinni áfram. Þótt undarlegt megi virðast, þótti mér vænt
það.
Eitthvað lá á gólíinu, og glóði á það. Eg fór niður úr legu-
Þekknum og náði í það. Það var hárkambur, skrautkambur
Jlr silfri, ég þekti hann, hún átti hann, kona sýslumannsins.
| au áttu hann í félagi, hún og sýslumaðurinn, alt áttu þau
1 félagi. Þau voru eitt, guð og menn höfðu samtengt þau
Unr tíma og eilífð. — Nei, liún átti hann ein, þenna silfur-
§r*P, eins og hárið. — Ég var varla kominn upp í legubekk-
m» aftur og lagstur fyrir undir teppinu, þegar ég heyrði að
einhver kom inn í húsið. — »Bíðið þér úti, Björn«, heyrði
eg að hún sagði, sem átti kambinn. Hún var fyrir framan í
anddyrinu. »Ég verð lljót«. — Nei, sýslumaðurinn átti engan
rett til þessa silfurgrips, hún átti hann ein, eins og hárið.
^árið, sem hann átti að skreyta, en sem ekkert skraut gat
skreytt meira.
Hún kom inn. Hún var dálítið rjóðari en liún var vön að
' era. Kom beint til mín, studdi annari hendinni á höfðalagið
a legubekknum og bej'gði sig niður að mér. Hún hélt kann-
ske að ég væri sofandi. Ég lá kyr og hugsaði. — Rak hug-
ann á undan mér yfir íjöll og höf, langt burtu frá þessum
slað. En fann hversu máttvana ég var og staðbundinn. —
»Hvernig líður yður?« sagði hún. Hún talaði ætíð lágt, en
stundum nokkuð íljótt. Nú var hún móð, andaði stutt og títt,
hrJóstið gekk.
^Ágætlegaw, sagði ég, »eins og þér sjáið«.
»Eg var svo hrædd«, sagði hún, »þegar ég var kornin af
stað, að yður hefði versnað aftur. Það greip mig einhver ótti
" _°g — og ég sneri aftur og —«, hún þagnaði.
Ég reis upp við olnboga. Hvað átti ég að gera? Reka hug-
ann á undan mér yfir fjöll og liöf langt, langt frá þessum
stað. Út úr sólunni og sælunni. Út í myrkrið. En hún stóð
finrna yfir mér og horfði á mig. Það var hrygð í augunum, sorg.
i'Þakka yður fyrir«, sagði ég og talaði hátt. »En mér líður
Un miklu betur. Mér líður svo dæmalaust vel. Prýðilega«.
Éún rétti sig upp og liorfði á mig. Hún var kannslte undr-
andi yfir þyí, hvað mér leið vel. Eg lá þarna brosandi í sæl-
Unni- En það voru tár í augum hennar.
21