Eimreiðin - 01.07.1936, Page 107
E'MnEIÐIN
BRÉF ÚR MYRKRI
323
En á milli jóla og nýárs varð sýslumaðurinn að fara burtu
1 embættiserindum. Út með íirði í sjóþorp, sem þar var.
^aður hafði þar brotið guðs og manna lög og stolið á sjálfri
hátiðinni. Úað var hvorki meira né minna en innbrot hjá
^aupmanninum þar. Sjálfsagt voru margir við málið riðnir,
þuri'ti stórar vitnaleiðslur, svardaga og umstang. — Óttalegt
er þetta, sögðu menn alvarlegir, mein er þeim, sem í myrkrin
rata. —
Úið sátum eitt kvöld og sögðum sögur og reyndum að
Vei'a skemtilegir. Björn og ég vorum í einkennilegu skapi.
^Það var einu sinni kóngur og drotning i ríki sínu, og þau
attu sér eina dóttur, sem liét Sól. Og karl og kerling í koti
Slllu, sem áttu sér einn son, sem liét Máni. IJau léku sér saman,
l)egar þau voru börn, kóngsdóttirin hún Sól og karlssonur-
11111 hann Máni. Og eins og gefur að skilja kom þeim ofboð
Vei saman, þar sem þau voru einu börnin þar í kóngsríkinu
°8 í kotinu. — En kóngurinn, sem var allra kónga vitrastur
°8 voldugastur, átti merkilegan spegil, og í þeim spegli sá
^ann alt, sem fram fór í heiminum, smátt og stórt. Hann sá
líka hvar þau léku sér saman, Sól dóttir hans og karlsson-
Urinn Máni, uppi á kvíagrundinni fyrir ofan garð, og liann
hugsaði með sér: Úað er gott að hún Sól litla hefur hann
^lána fyrir leikbróður, hann er svo góður drengur og sið-
tU'úður, þó hann sé ekki kóngssonur. — Tímar liðu, ár og
Ilniar, og þau uxu og döfnuðu, Sól og Máni, runnu upp eins
°8 sóley og fífill í hlaðvarpa. Tímar liðu. Og Máni vissi ekki
neinu öðru í heimi né himni en Sól. Hann elskaði Sól,
Eóngsdótturina Sól, en hann vissi það mætavel, að það var
ekkerl vit í því, fjarri fór þvi að hann fengi nokkurn tíma
kóngsdótturina Sól, aldrei að eilifu. Óðul lians og ríki gátu
alclrei orðið meiri en kotið, er hann erfði það eftir karl föður
flnn. En ást hans óx að því skapi sem vit lians óx og skiln-
Ulgur á því, hvað hún var algerlega heimskuleg og ómögu-
^eg- Og eitthvert sinn, er þau voru ein saman hann og Sól,
j)a iéll hann á kné fyrir henni, yíirkominn af ástinni. Hann
JMaði henni ást sína. — En þegar konungurinn sá það í spegl-
lnurn, varð hann ákaflega reiður, sem vonlegt var um svo
r,kan og vitran kóng. Kallaði hann á Mána heim í kóngsríkið